Gangi ekki til lengdar að RÚV sé á auglýsingamarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 22:23 Illugi Gunnarsson vill RÚV af auglýsingamarkaði. Vísir Það gengur ekki til lengdar að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði að mati Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Horfast verði í augu við það og grípa til aðgerða. Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðla á Alþingi í dag. Sagði Illugi að rekstrarstaða fjölmiðla væri áhyggjuefni: „Breytingar eru að verða til dæmis á auglýsingamarkaði þar sem auglýsingar eru að færast yfir til efnisveitna eins og Google og Facebook, inn á erlenda fjölmiðla, svo dæmi séu tekin. Innkoma efnisveitna eins og Netflix, fyrirsjáanleg innkoma fleiri erlendra aðila sem bjóða upp á afþreyingarefni þrengir að íslenskri fjölmiðlastarfsemi, sérstaklega á ljósvakasviðinu. Ég held að ekki verði undan því komist að ræða það og hef ég kallað eftir þeirri umræðu áður og bendi á að eitt af því sem við hljótum að þurfa að taka afstöðu til hér og verður meira og meira knýjandi er sú staðreynd að ríkisútvarpið á Íslandi er á auglýsingamarkaði og er þar umsvifamikið,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að það myndi kannski taka tíma að færa RÚV af auglýsingamarkaði en engu að síður þyrfti að fara undirbúa það þar sem rekstrarstaða fjölmiðla muni fara versnandi. „Þá hljótum við að horfa til fjölmiðlaumhverfis annars staðar Norðurlöndum og víðar þar sem ríkisrekni fjölmiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði. Það hlýtur að vekja athygli hversu stóran hluta af áhorfi á ljósvakamiðlana Ríkisútvarpið tekur, hversu umsvifamikið það er þegar við horfum til þessara þátta. Það þarf að hafa í huga,“ sagði Illugi. Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði að mati Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Horfast verði í augu við það og grípa til aðgerða. Þetta kom fram í máli ráðherrans í sérstakri umræðu um fjölmiðla á Alþingi í dag. Sagði Illugi að rekstrarstaða fjölmiðla væri áhyggjuefni: „Breytingar eru að verða til dæmis á auglýsingamarkaði þar sem auglýsingar eru að færast yfir til efnisveitna eins og Google og Facebook, inn á erlenda fjölmiðla, svo dæmi séu tekin. Innkoma efnisveitna eins og Netflix, fyrirsjáanleg innkoma fleiri erlendra aðila sem bjóða upp á afþreyingarefni þrengir að íslenskri fjölmiðlastarfsemi, sérstaklega á ljósvakasviðinu. Ég held að ekki verði undan því komist að ræða það og hef ég kallað eftir þeirri umræðu áður og bendi á að eitt af því sem við hljótum að þurfa að taka afstöðu til hér og verður meira og meira knýjandi er sú staðreynd að ríkisútvarpið á Íslandi er á auglýsingamarkaði og er þar umsvifamikið,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að það myndi kannski taka tíma að færa RÚV af auglýsingamarkaði en engu að síður þyrfti að fara undirbúa það þar sem rekstrarstaða fjölmiðla muni fara versnandi. „Þá hljótum við að horfa til fjölmiðlaumhverfis annars staðar Norðurlöndum og víðar þar sem ríkisrekni fjölmiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði. Það hlýtur að vekja athygli hversu stóran hluta af áhorfi á ljósvakamiðlana Ríkisútvarpið tekur, hversu umsvifamikið það er þegar við horfum til þessara þátta. Það þarf að hafa í huga,“ sagði Illugi.
Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira