Segir að Conor og Mayweather berjist í september | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:15 Conor McGregor er klár en vill fá jafnmikið borgað. vísir/getty Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september. MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september.
MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00