Hnattræn peningamarkaðsskilyrði harðna enn lars christensen skrifar 25. maí 2016 09:30 Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar