Hnattræn peningamarkaðsskilyrði harðna enn lars christensen skrifar 25. maí 2016 09:30 Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun