Hinn eini sanni Björn í borginni: „Greinilega algjör toppgaur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2016 13:47 Grímur Steinn Emilsson og Björn Borg í Tennishöllinni í Kópavogi í morgun. Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri. Íslandsvinir Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri.
Íslandsvinir Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira