Hinn eini sanni Björn í borginni: „Greinilega algjör toppgaur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2016 13:47 Grímur Steinn Emilsson og Björn Borg í Tennishöllinni í Kópavogi í morgun. Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri. Íslandsvinir Tennis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira
Einn besti tennisspilari allra tíma, Svíinn Björn Borg, dvelur á Íslandi og verður fram í næstu viku. Björn er hér á landi með syni sínum sem keppir á Kópavogur Open sem fram fer í Tennishöllinni í vikunni. Mótið er í flokki 14 ára og yngri en í næstu viku fer fram Tennishöllin Open, Evrópumót 16 ára og yngri. Aftur verður sonur Björns á meðal keppenda. Bæði mótin eru hluti af mótaröð evrópska tennissambandsins. Feðgarnir verða því á landinu vel fram í næstu viku. Grímur Steinn Emilsson, starfsmaður í Tennishöllinni í Kópavogi, hitti tennisgoðsögnina í morgun og ber Svíanum vel söguna. „Hann kom hérna inn, gekk beint til mín, rétti út höndina og bauð góðan daginn,“ segir Grímur um Björn sem verður fastagestur í höllinni næstu daga. Hann segir Svíann sem verður sextugur í júní hafa verið afar almennilegan. „Þetta er greinilega algjör toppgaur.“Lagði spaðann á hilluna 26 ára Björn Borg vann fimm sinnum í röð sigur á Wimbledon mótinu á sínum tíma og sex sinnum á Opna franska meistaramótinu. Þá var hann í sigurliði Svía í Davis Cup árið 1975. Árangur Borg var ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að hann lagði spaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Þá kannast margir við nærfatalínuna sem ber nafn Svíans. Úrslitaleikur Björns Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980 er af mörgum talinn einn eftirminnilegasti leikur í sögu íþróttarinnar.Enginn verður svikinn af því að horfa á upprifjun af leiknum hér að neðan.Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, fagnar komu Björns til landsins en auk mótanna tveggja eru þrír aðrir alþjóðlegir viðburðir verða til viðbótar í höllinni á árinu. Hann hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár að fá leyfi til að stækka við Tennishöllina til að mæta eftirspurn eftir aðstöðu. Þá mætti halda fleiri mót á borð við þau sem nú fara fram. Jónas segir að 700-800 manns spili tennis í hverri viku í Tennishöllinni.Viðbótin við Tennishöllina sem Jónas Páll og félagar hafa barist fyrir undanfarin misseri.
Íslandsvinir Tennis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira