Tólf kynferðisbrot frá árinu 2011 eru sögð tengjast kampavínsklúbbunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Upphafsmaður umræðu á Alþingi um kampavínsklúbba sagði þá vera sér þyrni í augum. NordicPhotos/Getty Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira