Stórslysalegur samningur Ólafur Arnalds skrifar 26. maí 2016 05:00 Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýr búvörusamningur liggur fyrir Alþingi. Til stendur að greiða marga tugi milljarða á komandi árum til að styrkja landbúnaðarframleiðslu. Drjúgur hluti fjárins fer til sauðfjárframleiðslu. Síst af öllu ber að draga úr mikilvægi þess að halda landinu í byggð og framleiða matvæli heima fyrir; það er almenn sátt um að styrkja þurfi landbúnað á Íslandi. En ég efa að almenn sátt ríki um að flytja þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar út á meðan við sem þjóð leggjum 10-20 milljarða króna, jafnvel meira, með útflutningnum næstu 10 árin í gegnum styrkjagreiðslur nýs samnings. Hluti milljarðanna fer í að styrkja nýtingu á landi sem alfarið ætti að friða fyrir beit, m.a. á auðnum og rofsvæðum gosbeltisins. Ekki er litið til ástands lands að fullu, því svokallaður landnýtingarþáttur gæðastýringar tekur ekki á stóru landnýtingarmálunum sem fylgja sauðfjárbeit. Fjallað er um einkennilega stöðu sauðfjárræktarinnar í samnefndri grein á visir.is (19. maí). Þar eru talin upp mörg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en búvörusamningurinn verður festur í lög. Ekki verður séð að stefnumótun hafi farið fram um í hvaða byggðarlögum er nauðsynlegt að styrkja dilkakjötsframleiðslu út frá byggðarlegum sjónarmiðum, eða hvar slíkir styrkir eru óþarfir þar sem nóg önnur atvinna er í boði, eða jafnvel hvar sauðfjárframleiðsla er hamlandi fyrir eðlilega uppbyggingu fjölþættari atvinnuvega. Eða að tillit sé tekið til hvar draga ætti úr framleiðslunni út frá náttúruverndarsjónarmiðum (en þær upplýsingar hafa þó legið fyrir lengi). Hefur verið gerð greining á þörfum landsmanna fyrir kjötið? Líklega ekki. Engu að síður stendur til að eyða milljörðum króna af skattpeningum til að auka framleiðsluna. Er það okkar að leggja til lúxusvöru á matardiska erlendra heimila? Ekki er laust við að „samningsgerðin“ beri keim af því að bændur hafa samið við sjálfa sig – og almenningur borgar. Aðferðafræðin er fjandsamleg umhverfissjónarmiðum og markar skref áratugi aftur í tímann. Að lokum: það er mikilvægt að fresta eða falla frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og hefja stefnumótunarvinnu um stuðning við þá atvinnugrein á breiðum grunni, sem m.a. miðar að aðlögun framleiðslunnar að landkostum, þörfum landsmanna sjálfra á framleiðslunni og að beit á illa gróna afrétti verði aflögð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar