Víst getur matarverð lækkað um 35% Jóhannes Gunnarsson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. maí 2016 10:49 Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, telur fullyrðingar greinarhöfunda um að matvara gæti verið 35% ódýrari ef matartollarnir væru felldir niður ekki standast. Hún spyr í aðsendri grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 28. apríl sl.: „Er betra að veifa röngu tré en öngu?“ Þar heldur hún því fram að matvæli kosti hér svipað eða minna en í nágrannalöndunum! Bændasamtökin berjast af alefli gegn niðurfellingu tolla. Þau segja jafnvel á sama tíma: 1) verð matvæla á Íslandi er lægra en í nágrannalöndunum og 2) alls ekki má lækka eða fella niður matartolla því þá verða innflutt matvæli svo ódýr að innlend framleiðsla hrynur! Hvort skyldi nú vera rétt? Í grein undirritaðra sem birtist í Fréttablaðinu hinn 20. apríl var birt tafla sem sýnir að innflutt matvara getur að meðaltali orðið um 35% ódýrari en innlend, verði matartollar niðurfelldir. Upplýsingarnar áætluðu Hagar/Aðföng að okkar beiðni. Bændasamtökin halda því stundum fram að ekki eigi að taka mark á versluninni, hún hugsi bara um sinn hag. Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur boðið að „endurskoðandi fyrirtækisins skili t.d. til Neytendasamtakanna (JG) staðfestingu á verðútreikningum, eða mismun á innlendu og erlendu innkaupsverði“.Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurFramkvæmdastjóri Krónunnar upplýsti undirritaða nýverið um að Krónan myndi bjóða álíka verðlækkun og Bónus ef tollar yrðu felldir niður á þessar vörur. Verðlækkun nautakjöts gæti reyndar verið eitthvað meiri en lækkun kindakjöts lítil eða engin. Í heildina myndi verð lækka um 35% við afnám matartollanna. Það eru reyndar fleiri leiðir til að staðfesta verðmuninn, sem Bændasamtökin rengja þegar þeim hentar.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tók árið 2009 saman upplýsingar um málið fyrir utanríkisráðuneytið og skilaði í skýrslunni „Íslensk bú í finnsku umhverfi“. Þar segir á síðu 3: „má ætla að verð til bænda lækki um 30-40% ef tollar falla niður á búvörum milli Íslands og Evrópusambandslanda“. Starfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar á vegum landbúnaðarráðherra skilaði árið 2014 skýrslu þar sem segir á síðu 30: „Á árunum 1995-1997 var afurðaverð hérlendis um það bil 80 til 90% hærra en innflutningsverð, en er nú í kringum 30% hærra.“Ofangreindar upplýsingar frá fjórum ótengdum aðilum sýna að verð innfluttrar matvöru getur án tolla verið um 35% lægra en innlendrar. Ástæðan er augljóslega stærðarhagkvæmni og betri veðurfarslegar aðstæður sunnar á hnettinum. Þetta vita allir en sumir sem vinna við að vernda kerfið láta stundum sem þeir viti þetta ekki.Kerfið er meingallað Skattgreiðendur styðja landbúnaðinn um 14 milljarða króna á ári og auk þess styðja neytendur bændur og vinnslugreinar um 22 milljarða með hærra matvælaverði. Samtals eru þetta 36 milljarðar króna á ári eða 360 milljarðar á þeim 10 árum sem fyrirhugað er að búvörusamningar gildi. Heildarstuðningur er hér að meðaltali 11 milljónir á bú á ári, þar af 4 milljónir frá skattgreiðendum og 7 frá neytendum. Í Finnlandi og Danmörku er stuðningurinn um 3 milljónir kr. á bú á ári í heild. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, hefur nýlega sýnt fram á að tæpur helmingur af 22 milljarða kr. árlegum stuðningi neytenda við landbúnaðinn fer til stórfyrirtækja! Í Evrópu er opinn markaður milli landa og neytendastuðningur núll. Við ættum líka að fella niður matartollana en styrkja landbúnaðinn áfram á fjárlögum um svipaða upphæð á bú og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Það væri ásættanlegt. Aðlaga þarf landbúnaðinn nýjum veruleika og sjálfsagt væri að styðja við þau umskipti sem verða öllum í hag þegar upp er staðið.Stórmál fyrir (fátæka) neytendur Samkvæmt UNICEF búa 6.100 börn hér á landi við skort. Um fjórðungur örorkulífeyrisþega og stór hluti aldraðra lifir á strípuðum bótum. Samtals eru 9,4% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða rúmlega 30 þúsund manns. 35% ódýrari matvæli lækka matarútgjöld á mann um 68 þúsund krónur á ári. Það munar um minna. Þessar umbætur geta ekki beðið mikið lengur, hvað þá í 10 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, telur fullyrðingar greinarhöfunda um að matvara gæti verið 35% ódýrari ef matartollarnir væru felldir niður ekki standast. Hún spyr í aðsendri grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 28. apríl sl.: „Er betra að veifa röngu tré en öngu?“ Þar heldur hún því fram að matvæli kosti hér svipað eða minna en í nágrannalöndunum! Bændasamtökin berjast af alefli gegn niðurfellingu tolla. Þau segja jafnvel á sama tíma: 1) verð matvæla á Íslandi er lægra en í nágrannalöndunum og 2) alls ekki má lækka eða fella niður matartolla því þá verða innflutt matvæli svo ódýr að innlend framleiðsla hrynur! Hvort skyldi nú vera rétt? Í grein undirritaðra sem birtist í Fréttablaðinu hinn 20. apríl var birt tafla sem sýnir að innflutt matvara getur að meðaltali orðið um 35% ódýrari en innlend, verði matartollar niðurfelldir. Upplýsingarnar áætluðu Hagar/Aðföng að okkar beiðni. Bændasamtökin halda því stundum fram að ekki eigi að taka mark á versluninni, hún hugsi bara um sinn hag. Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur boðið að „endurskoðandi fyrirtækisins skili t.d. til Neytendasamtakanna (JG) staðfestingu á verðútreikningum, eða mismun á innlendu og erlendu innkaupsverði“.Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurFramkvæmdastjóri Krónunnar upplýsti undirritaða nýverið um að Krónan myndi bjóða álíka verðlækkun og Bónus ef tollar yrðu felldir niður á þessar vörur. Verðlækkun nautakjöts gæti reyndar verið eitthvað meiri en lækkun kindakjöts lítil eða engin. Í heildina myndi verð lækka um 35% við afnám matartollanna. Það eru reyndar fleiri leiðir til að staðfesta verðmuninn, sem Bændasamtökin rengja þegar þeim hentar.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tók árið 2009 saman upplýsingar um málið fyrir utanríkisráðuneytið og skilaði í skýrslunni „Íslensk bú í finnsku umhverfi“. Þar segir á síðu 3: „má ætla að verð til bænda lækki um 30-40% ef tollar falla niður á búvörum milli Íslands og Evrópusambandslanda“. Starfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar á vegum landbúnaðarráðherra skilaði árið 2014 skýrslu þar sem segir á síðu 30: „Á árunum 1995-1997 var afurðaverð hérlendis um það bil 80 til 90% hærra en innflutningsverð, en er nú í kringum 30% hærra.“Ofangreindar upplýsingar frá fjórum ótengdum aðilum sýna að verð innfluttrar matvöru getur án tolla verið um 35% lægra en innlendrar. Ástæðan er augljóslega stærðarhagkvæmni og betri veðurfarslegar aðstæður sunnar á hnettinum. Þetta vita allir en sumir sem vinna við að vernda kerfið láta stundum sem þeir viti þetta ekki.Kerfið er meingallað Skattgreiðendur styðja landbúnaðinn um 14 milljarða króna á ári og auk þess styðja neytendur bændur og vinnslugreinar um 22 milljarða með hærra matvælaverði. Samtals eru þetta 36 milljarðar króna á ári eða 360 milljarðar á þeim 10 árum sem fyrirhugað er að búvörusamningar gildi. Heildarstuðningur er hér að meðaltali 11 milljónir á bú á ári, þar af 4 milljónir frá skattgreiðendum og 7 frá neytendum. Í Finnlandi og Danmörku er stuðningurinn um 3 milljónir kr. á bú á ári í heild. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, hefur nýlega sýnt fram á að tæpur helmingur af 22 milljarða kr. árlegum stuðningi neytenda við landbúnaðinn fer til stórfyrirtækja! Í Evrópu er opinn markaður milli landa og neytendastuðningur núll. Við ættum líka að fella niður matartollana en styrkja landbúnaðinn áfram á fjárlögum um svipaða upphæð á bú og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Það væri ásættanlegt. Aðlaga þarf landbúnaðinn nýjum veruleika og sjálfsagt væri að styðja við þau umskipti sem verða öllum í hag þegar upp er staðið.Stórmál fyrir (fátæka) neytendur Samkvæmt UNICEF búa 6.100 börn hér á landi við skort. Um fjórðungur örorkulífeyrisþega og stór hluti aldraðra lifir á strípuðum bótum. Samtals eru 9,4% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða rúmlega 30 þúsund manns. 35% ódýrari matvæli lækka matarútgjöld á mann um 68 þúsund krónur á ári. Það munar um minna. Þessar umbætur geta ekki beðið mikið lengur, hvað þá í 10 ár.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar