Fréttir og fræðimennska Ragnar H. Hall skrifar 26. maí 2016 16:12 Fréttamenn RÚV gera það ekki endasleppt við að heilla áhorfendur með nýstárlegum fréttum og fréttaskýringum, sérstaklega ef þeir telja sig geta náð að koma höggi á þá sem sakfelldir hafa verið í efnahagsbrotamálum. Enn einu sinni var farið yfir strikið í þessum efnum í fréttatíma RUV 25. maí sl. Við höfum fengið að hlusta á menn fjargviðrast yfir því að Ólafur Ólafsson skuli hafa verið í þyrluflugi á sunnudegi, en eins og kunnugt er hlekktist þyrlunni á og þótti flestum mikil mildi að afleiðingar urðu ekki alvarlegri en raun ber vitni. Þótt Ólafur hafi slasast í slysinu og liggi á sjúkrahúsi gengur fréttamennskan ekki út á að fylgjast með bata hans eða batahorfum. Fyrst í stað beindist hún að því hvort hann hafi brotið gegn reglum með því að taka þátt í fluginu. Þegar það reyndist ekki vera hefur fréttastofan snúið sér að því að finna út úr því hvernig á því stendur að þetta taldist ekki vera brot á reglum. Fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson átti í fréttatímanum viðtal við dr. Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og prófessor við félagsvísindadeild HÍ. Lesa má umfjöllunina á vef RÚV. Þarna segir m. a.: „Ólafur og hinir þrír sem dæmdir voru í Al Thani-málinu losnuðu fyrr af Kvíabryggju vegna nýrra laga um fullnustu refsinga sem Alþingi samþykkti í mars. Með þeim var sá tími sem fangar geta verið í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Hlutfallslega er aukningin í rafrænu eftirliti mest hjá þeim sem hljóta sex ára fangelsi eða minna, en refsiramminn í efnahagsbrotum er sex ára fangelsi.“ Um þetta segir dr. Helgi Gunnlaugsson orðrétt: „Sú breyting vekur athygli, og líka tímasetningin á henni. Þarna í mars er tilteknum brotahópi sem passar mjög vel við þann hóp sem hefur verið dæmdur fyrir efnahagsbrot allt í einu gert mögulegt og heimilt að losna mun fyrr úr fangelsi en áður. Og sérstaklega með það í huga að á Alþingi í vetur var frumvarp til laga um fullnustu refsinga, þar sem ekki var gengið svona langt í þessari rýmkun eins og þarna var gert á síðustu metrunum í mars,“ segir Helgi. „Og ég held að það væri sannarlega þess virði að skoða nánar hvað gerðist sem gerði það að verkum að þessi tiltekna breyting var gerð. Það er að segja hverjir komu þar að máli, hvaða þingmenn, og hvort ráðuneytið eða Fangelsismálastofnun hafi eitthvað haft með þessa rýmkun að gera.“Fréttamaðurinn: Sýnist þér þessi breyting sérhönnuð að þeim sem í daglegu tali eru kallaðir hvítflibbaglæpamenn?Svar dr. Helga:„Það lítur þannig út að þarna sé beinlínis verið að klæðskerasauma utan um tiltekinn brotahóp sem passar mjög vel við þá einstaklinga sem dæmdir hafa verið fyrir efnahagsbrot. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að menn spyrji spurninga af því tagi. Þarna er um að ræða einstaklinga sem eru dæmdir fyrir brot og eiga möguleika á helmingsafplánun í fangelsi þar sem hármarksrefsing er 4-6 ár. Það vill svo til að þetta er akkúrat sá brotaflokkur sem ber þessi einkenni.“Hvernig urðu reglurnar til?Ég hvet menn til að kynna sér frumvarpið sem varð að lögum um fullnustu refsinga í marsmánuði s.l., en það er að finna hér. Í greinargerð frumvarpsins kemur m. a. fram að dr. Helgi Gunnlaugsson var einn af nefndarmönnum sem í upphafi komu að gerð frumvarpsins. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis kemur fram að dr. Helgi var einn af þeim sérfræðingum sem komu til viðtals hjá nefndinni þegar málið var þar til meðferðar. Á vef Alþingis kemur einnig fram að dr. Helgi sendi nefndasviði Alþingis umsögn um frumvarpið meðan það var í meðförum þingsins. Í þeirri umsögn segir hann m. a.:„Nýtt frumvarp til laga um fullnustu refsinga er löngu tímabært og horfir til framfara að mörgu leyti. Undirritaður tók þátt í undirbúningi frumvarpsins á byrjunarstigi og þekkir því vel til innihaldsins.Ýmis jákvæð nýmæli eru í lögunum sem ætlað er að auðvelda föngum og dómþolum að aðlagast samfélaginu á farsælan hátt eftir afplánun.Auknir möguleikar á samfélagsþjónustu eftir 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm, tilkoma fjölskylduleyfa í tvo sólarhringa, rýmkað rafrænt eftirlit og möguleiki á lausn eftir þriðjung refsitímans fyrir brotamenn yngri en 21 árs eru allt þættir sem ber að fagna.“ Rétt er að það komi fram að frumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi. Vegna alls þessa þarf engan að undra þótt spurt sé hvað gerst hafi í hugarheimi fræðimannsins. Er það virkilega þannig að fræðimaðurinn vill að sérstakar reglur verði smíðaðar um þá sem fræðimenn hafa ímugust á þótt viðkomandi séu ekki taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum? Er fræðimennska af þessu tagi hluti af viðleitni Háskóla Íslands til að verða talinn í hópi 100 bestu háskóla í heimi? Um leið vaknar spurningin um það hvernig það atvikast að „frétt“ eins og sú sem hér er gerð að umtalsefni verður yfirleitt til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fréttamenn RÚV gera það ekki endasleppt við að heilla áhorfendur með nýstárlegum fréttum og fréttaskýringum, sérstaklega ef þeir telja sig geta náð að koma höggi á þá sem sakfelldir hafa verið í efnahagsbrotamálum. Enn einu sinni var farið yfir strikið í þessum efnum í fréttatíma RUV 25. maí sl. Við höfum fengið að hlusta á menn fjargviðrast yfir því að Ólafur Ólafsson skuli hafa verið í þyrluflugi á sunnudegi, en eins og kunnugt er hlekktist þyrlunni á og þótti flestum mikil mildi að afleiðingar urðu ekki alvarlegri en raun ber vitni. Þótt Ólafur hafi slasast í slysinu og liggi á sjúkrahúsi gengur fréttamennskan ekki út á að fylgjast með bata hans eða batahorfum. Fyrst í stað beindist hún að því hvort hann hafi brotið gegn reglum með því að taka þátt í fluginu. Þegar það reyndist ekki vera hefur fréttastofan snúið sér að því að finna út úr því hvernig á því stendur að þetta taldist ekki vera brot á reglum. Fréttamaðurinn Jóhann Bjarni Kolbeinsson átti í fréttatímanum viðtal við dr. Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og prófessor við félagsvísindadeild HÍ. Lesa má umfjöllunina á vef RÚV. Þarna segir m. a.: „Ólafur og hinir þrír sem dæmdir voru í Al Thani-málinu losnuðu fyrr af Kvíabryggju vegna nýrra laga um fullnustu refsinga sem Alþingi samþykkti í mars. Með þeim var sá tími sem fangar geta verið í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Hlutfallslega er aukningin í rafrænu eftirliti mest hjá þeim sem hljóta sex ára fangelsi eða minna, en refsiramminn í efnahagsbrotum er sex ára fangelsi.“ Um þetta segir dr. Helgi Gunnlaugsson orðrétt: „Sú breyting vekur athygli, og líka tímasetningin á henni. Þarna í mars er tilteknum brotahópi sem passar mjög vel við þann hóp sem hefur verið dæmdur fyrir efnahagsbrot allt í einu gert mögulegt og heimilt að losna mun fyrr úr fangelsi en áður. Og sérstaklega með það í huga að á Alþingi í vetur var frumvarp til laga um fullnustu refsinga, þar sem ekki var gengið svona langt í þessari rýmkun eins og þarna var gert á síðustu metrunum í mars,“ segir Helgi. „Og ég held að það væri sannarlega þess virði að skoða nánar hvað gerðist sem gerði það að verkum að þessi tiltekna breyting var gerð. Það er að segja hverjir komu þar að máli, hvaða þingmenn, og hvort ráðuneytið eða Fangelsismálastofnun hafi eitthvað haft með þessa rýmkun að gera.“Fréttamaðurinn: Sýnist þér þessi breyting sérhönnuð að þeim sem í daglegu tali eru kallaðir hvítflibbaglæpamenn?Svar dr. Helga:„Það lítur þannig út að þarna sé beinlínis verið að klæðskerasauma utan um tiltekinn brotahóp sem passar mjög vel við þá einstaklinga sem dæmdir hafa verið fyrir efnahagsbrot. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að menn spyrji spurninga af því tagi. Þarna er um að ræða einstaklinga sem eru dæmdir fyrir brot og eiga möguleika á helmingsafplánun í fangelsi þar sem hármarksrefsing er 4-6 ár. Það vill svo til að þetta er akkúrat sá brotaflokkur sem ber þessi einkenni.“Hvernig urðu reglurnar til?Ég hvet menn til að kynna sér frumvarpið sem varð að lögum um fullnustu refsinga í marsmánuði s.l., en það er að finna hér. Í greinargerð frumvarpsins kemur m. a. fram að dr. Helgi Gunnlaugsson var einn af nefndarmönnum sem í upphafi komu að gerð frumvarpsins. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis kemur fram að dr. Helgi var einn af þeim sérfræðingum sem komu til viðtals hjá nefndinni þegar málið var þar til meðferðar. Á vef Alþingis kemur einnig fram að dr. Helgi sendi nefndasviði Alþingis umsögn um frumvarpið meðan það var í meðförum þingsins. Í þeirri umsögn segir hann m. a.:„Nýtt frumvarp til laga um fullnustu refsinga er löngu tímabært og horfir til framfara að mörgu leyti. Undirritaður tók þátt í undirbúningi frumvarpsins á byrjunarstigi og þekkir því vel til innihaldsins.Ýmis jákvæð nýmæli eru í lögunum sem ætlað er að auðvelda föngum og dómþolum að aðlagast samfélaginu á farsælan hátt eftir afplánun.Auknir möguleikar á samfélagsþjónustu eftir 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm, tilkoma fjölskylduleyfa í tvo sólarhringa, rýmkað rafrænt eftirlit og möguleiki á lausn eftir þriðjung refsitímans fyrir brotamenn yngri en 21 árs eru allt þættir sem ber að fagna.“ Rétt er að það komi fram að frumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi. Vegna alls þessa þarf engan að undra þótt spurt sé hvað gerst hafi í hugarheimi fræðimannsins. Er það virkilega þannig að fræðimaðurinn vill að sérstakar reglur verði smíðaðar um þá sem fræðimenn hafa ímugust á þótt viðkomandi séu ekki taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum? Er fræðimennska af þessu tagi hluti af viðleitni Háskóla Íslands til að verða talinn í hópi 100 bestu háskóla í heimi? Um leið vaknar spurningin um það hvernig það atvikast að „frétt“ eins og sú sem hér er gerð að umtalsefni verður yfirleitt til.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun