Aðeins um sameiningartákn Logi Bergmann Eiðsson skrifar 28. maí 2016 11:22 Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Logi Bergmann Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér?
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun