RIFF valin úr hópi kvikmyndahátíða sem fær Creative Europe styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2016 15:30 Mynd frá lokakvöldinu á RIFF. vísir Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík- RIFF var nýlega valin ein af 30 kvikmyndahátíðum i Evrópu sem hlýtur Creative Europe styrk Evrópusambandsins. Umsóknir voru á annað hundrað og er því styrkurinn mikil viðurkenning fyrir starfsemi RIFF. Þetta er í 9. sinn sem RIFF hlýtur þennan styrk frá Evrópusambandinu en árið 2012 var hún valin ein af áhugaverðustu hátíðum Evrópu að mati sjóðsins. Hæsti styrkur sem veittur var að þessu sinni voru 63.000 evrur. Einungis 11 hátíðir hlutu þá upphæð og var RIFF meðal þeirra. RIFF hlaut 86 stig hjá sjóðnum af 100 mögulegum en í umsögn um RIFF segir sjóðurinn að hátíðin bjóði upp á fjölbreytt úrval sjálfstæðra kvikmynda og varpi sérstöku ljósi á verk ungra og upprennandi kvikmyndagerðarmanna. Þar segir einnig að hátíðin leggi mikla áherslu á að auka almennan áhuga á kvikmyndum og bæta kvikmyndalæsi almennings meðal annars með því að leggja áherslu á kvikmyndadagskrá og námskeið fyrir börn og ungmenni. Einnig er hátíðinni sagt til hróss að hún einbeiti sér að því að ná til sem flestra áhorfenda með því að vera með dagskrá á víð og dreif um borgina auk þess sem hún ferðast með viðburði bæði um landið og til útlanda og hafi áætlanir um að auka það. Næsta hátíð fer fram dagana 29. september til 9. október 2016. Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði og meðal annars er fyrirhugað að halda námskeið í kvikmyndagerð undir heitinu Stelpur filma! með það að markmiði að auka áhuga stúlkna á kvikmyndagerð og leiðrétta þannig þá skekkju í kynjahlutföllum sem hefur verið ráðandi innan kvikmyndageirans á Íslandi. Nýlega hélt hátíðin stuttmyndanámskeið fyrir grunnskólabörn í Garðabæ undir leiðsögn Barkar Gunnarssonar kvikmyndaleikstjóra sem gekk vonum framar. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík- RIFF var nýlega valin ein af 30 kvikmyndahátíðum i Evrópu sem hlýtur Creative Europe styrk Evrópusambandsins. Umsóknir voru á annað hundrað og er því styrkurinn mikil viðurkenning fyrir starfsemi RIFF. Þetta er í 9. sinn sem RIFF hlýtur þennan styrk frá Evrópusambandinu en árið 2012 var hún valin ein af áhugaverðustu hátíðum Evrópu að mati sjóðsins. Hæsti styrkur sem veittur var að þessu sinni voru 63.000 evrur. Einungis 11 hátíðir hlutu þá upphæð og var RIFF meðal þeirra. RIFF hlaut 86 stig hjá sjóðnum af 100 mögulegum en í umsögn um RIFF segir sjóðurinn að hátíðin bjóði upp á fjölbreytt úrval sjálfstæðra kvikmynda og varpi sérstöku ljósi á verk ungra og upprennandi kvikmyndagerðarmanna. Þar segir einnig að hátíðin leggi mikla áherslu á að auka almennan áhuga á kvikmyndum og bæta kvikmyndalæsi almennings meðal annars með því að leggja áherslu á kvikmyndadagskrá og námskeið fyrir börn og ungmenni. Einnig er hátíðinni sagt til hróss að hún einbeiti sér að því að ná til sem flestra áhorfenda með því að vera með dagskrá á víð og dreif um borgina auk þess sem hún ferðast með viðburði bæði um landið og til útlanda og hafi áætlanir um að auka það. Næsta hátíð fer fram dagana 29. september til 9. október 2016. Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði og meðal annars er fyrirhugað að halda námskeið í kvikmyndagerð undir heitinu Stelpur filma! með það að markmiði að auka áhuga stúlkna á kvikmyndagerð og leiðrétta þannig þá skekkju í kynjahlutföllum sem hefur verið ráðandi innan kvikmyndageirans á Íslandi. Nýlega hélt hátíðin stuttmyndanámskeið fyrir grunnskólabörn í Garðabæ undir leiðsögn Barkar Gunnarssonar kvikmyndaleikstjóra sem gekk vonum framar.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira