Um er að ræða fyrra undanúrslitakvöldið þar sem tíu þjóðir komast áfram og fá að keppa á úrslitakvöldinu á laugardagskvöldið.
Greta mun flytja lagið Hear Them Calling en fyrrum keppendur Íslands í Eurovision hafa nú sent kveðju á Gretur þar sem henni er óskað góðs gengis.
Hér að neðan má sjá þessar skemmtilegu kveðjur.