

Ég trúi á framtíðina
Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða. Ég set á oddinn það verkefni sem blasir við, sem er að horfa til framtíðar og byggja samfélag okkar á: heiðarleika, réttlæti, jafnrétti og virðingu.
Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem þessi gildi eru í hávegum höfð. Ég veit að ég er ekki ein um það, því slembiúrtak þjóðarinnar valdi þessi gildi sem leiðarljós samfélagsins á Þjóðfundi árið 2009. Ég er stolt af því að hafa verið ein þeirra sem hrinti Þjóðfundinum í framkvæmd og mig langar að bretta upp ermar og halda þessu verkefni áfram. Þetta er langtímaverkefni sem krefst ekki aðeins víðtækrar umræðu í samfélaginu, heldur einnig leiðtoga á öllum sviðum sem sýna gott fordæmi bæði í orði og á borði.
Ísland er fyrirmynd annarra þjóða í ýmsum málum þó margt þurfi að bæta. Stærsta verkefnið er brostið traust, og það lögum við ekki með ósætti og ótta. Sameiginleg gildi og skýrar leikreglur leggja grunn að samfélagslegri sátt. Því er mikilvægt að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og skýra þar með leikreglur okkar samfélags. Sú staða sem nú er uppi í aðdraganda forsetakosninga sýnir svart á hvítu margt sem þarf að laga.
Verði ekki háðar geðþótta forseta
Stjórnarskrár þeirra lýðræðissamfélaga sem við Íslendingar berum okkur helst saman við kveða á um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Fyrir slíkum ákvæðum eru góðar og gildar ástæður enda hefur ítrekað komið í ljós að það getur reynst valdhöfum erfitt að þekkja sinn vitjunartíma.
Þá er mikilvægt að breyta kosningafyrirkomulagi á þann veg að komið sé í veg fyrir að tiltölulega lítill hluti kjósenda geti staðið að baki kjörs forseta. Einnig mætti endurskoða tímaramma kosninga sem og kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda. Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að stjórnarskráin tryggi að veigamiklar ákvarðanir um lýðræðið verði ekki háðar geðþótta forseta.
Þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samfélagi kalla á engan máta á ótta eða óöryggi. Lítum frekar á þær sem tækifæri til að ræða heiðarlega hvernig við getum innleitt þau grunngildi sem samstaða er um, hvernig við drögum lærdóm af reynslunni og skýrum leikreglur okkar í stjórnarskrá. Við Íslendingar stöndum á tímamótum og höfum nú tækifæri til að velja á milli fortíðar, meira af því sem verið hefur, eða framtíðar á grunni góðra gilda og skýrra leikreglna svo hér megi byggja upp traust á ný og sameina og sætta þjóðina. Ég býðst til að leiða það starf, því þannig samfélag vil ég.
Lítil stúlka sem heimsótti kosningaskrifstofu mína fyrir skemmstu spurði mig um hlutverk forseta og lýsti svari mínu í framhaldi fyrir móður sinni með þessum orðum: Forseti hittir margt fólk og hvetur okkur til að haga okkur vel og vera góð við hvert annað. Þannig forseti vil ég vera.
Skoðun

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar