Þau Ásgeir Helgi, Ólöf Erla og Jonathan Duffy þróuðu atriði Gretu með henni. Þar á meðal dansinn, grafíkina og fleira. Vinnan var umfangsmikil og hafa þau unnið saman frá því í nóvember.
Þau segjast mjög stolt af Gretu og atriðinu og það sé mjög gefandi að sjá atriðið fullklárað á stóra sviðinu.