Verðandi forseti boðar breytta stjórnskipan Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. maí 2016 07:00 Rodrigo Duterte hefur verið nefndur „Duterte Harry“, með vísan í bíómyndir með Clint Eastwood. vísir/EPA Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Rodrigo Duterte, sem brátt verður forseti Filippseyja, hefur ítrekað verið líkt við hinn bandaríska Donald Trump. Duterte þykir glannalegur í yfirlýsingum en lítið bólar á skýrum stefnumálum. Hann þykir jafnvel ganga lengra en Trump, svo mjög að ýmsir fyllast óhug við tilhugsunina um að hann verði forseti landsins. Hann hefur til dæmis hótað því að láta drepa glæpamenn í stórum stíl og hefur nauðganir í flimtingum. Hann hefur sagt að hann myndi jafnvel drepa sín eigin börn, ef þau færu að fikta við eiturlyf. Almenningur virðist hrífast af hörku hans og í forsetakosningum á mánudag vann hann öruggan sigur, fékk tæplega 39 prósent atkvæða í sinn hlut. Hann sagðist þjóðinni þakklátur fyrir stuðninginn. Endanleg úrslit voru reyndar ekki komin í gær, en talið var nánast öruggt að niðurstaðan yrði nálægt þessu. Duterte er búinn að vera bæjarstjóri í Davao í meira en tvo áratugi og situr jafnframt á þjóðþingi landsins. Hann er sagður harla vinsæll í kjördæminu, er nýlega kominn yfir sjötugt og var saksóknari á yngri árum. Hann hefur ítrekað talað máli minnihlutahópa og stefnir að því að hefja friðarviðræður við uppreisnarsamtök í suðurhluta landsins, þar sem mikil spenna hefur verið áratugum saman með átökum, sem reglulega blossa upp. Talsmaður Dutertes hefur einnig sagt að hann stefni að því að koma á stjórnarskrárbreytingum. Hann vilji breyta stjórnskipun landsins úr því miðstjórnarvaldi, sem lengi hefur verið við lýði, yfir í sambandsríki með þingræðisfyrirkomulagi. Þetta stangast á við ótta margra um að með honum sé kominn fram á sjónarsviðið maður sem muni endurreisa einræðisstjórn á Filippseyjum. „Valdakjarninn í Maníla, sem verður fyrir áhrifum af þessu kerfi, mun örugglega vera á móti þessari tillögu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir stjórnmálafræðingnum Earl Parreno. Duterte er hins vegar sagður hafa stundum beitt harla vafasömum aðferðum sem borgarstjóri við að útrýma glæpum úr Davao. Hann hafi látið hópa af hrottum sjá um að hrekja burt glæpamenn og jafnvel drepa þá, ef því var að skipta. Borgin er nú talin ein sú öruggasta á Filippseyjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira