Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 09:45 Ramón Calderón setti ráðstefnuna í dag. vísir/anton brink „Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
„Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15