Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2016 20:15 Dýrafjarðargöng eru komin í útboðsferli með auglýsingu um forval, sem birt var í fyrradag. Vegamálastjóri segir stefnt að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Fyrir hálfum mánuði lýstu ýmsir áhyggjum yfir því að Dýrafjarðargöng kynnu að frjósa inni í komandi alþingiskosningum. Vegagerðin er hins vegar lögð af stað. Auglýst hefur verið eftir verktökum sem vilja láta meta sig hæfa til að grafa þessi 5,3 kílómetra jarðgöng, sem ætlað er að leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði. Þetta þýðir að formlegt ferli alþjóðlegs útboðs er hafið en forvalið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. „Miðað við að öllu óbreyttu verður þetta boðið út í haust og þýðir þá að framkvæmdir hefjast á næsta ári, eins og lagt hefur verið upp með undanfarin misseri. Við erum bara að fylgja því ferli og reiknum með að allt gangi eftir,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Göngin verða grafin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Hin 550 metra háa Hrafnseyrarheiði er helsti farartálminn á milli íbúa á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og jafnan ófær í fjóra til fimm mánuði á ári. Vestfirðingar hafa hvað eftir annað bent á að göngin séu helsta forsenda þess að nýjar atvinnugreinar eins og heilsársferðaþjónusta og fiskeldi geti þróast eðlilega í fjórðungnum. En þýðir þetta skref núna að menn geti verið rólegri gagnvart göngunum? Vegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur um brattar skriður, bæði Dýrafjarðar- og Arnarfjarðarmegin.Mynd/Stöð 2.„Ég myndi nú halda það. Þessi ferill er settur af stað núna með heimild okkar ráðherra, innanríkisráðherra, og samkvæmt því sem ég hef heyrt frá henni er hún staðráðin í því að halda þessu verkefni til streitu. Þannig að ég held að menn eigi ekki að þurfa að óttast, - nema einhverjar kollsteypur verði í samfélaginu, sem ég sé nú ekkert sérstaklega benda á í dag. Þannig að við treystum því bara að þetta gangi eftir,“ segir vegamálastjóri. Með Dýrafjarðargöngum fæst sá bónus að Vestfjarðavegur styttist um 27 kílómetra. Gangamunnar yrðu skammt innan við Dýrafjarðarbrú og Arnarfjarðarmegin rétt utan við Mjólkárvirkjun. Vegamálastjóri áætlar að verkið kosti 9,2 milljarða króna. En hvenær verða göngin tilbúin?Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun.Grafík/Vegagerðin. „Þetta er samkvæmt okkar áætlunum þriggja ára verkefni. Framkvæmdir hefjast nú ekki fyrr en eftir mitt næsta ár, 2017, miðað við þær fjárveitingar sem eru inni í áætlunum, sem þýðir að þetta er tilbúið á miðju ári 2020,“ svarar Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. 17. apríl 2012 19:15 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Megintenging innan Vestfjarða ófær í fjóra mánuði Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. 21. mars 2012 12:29 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Dýrafjarðargöng eru komin í útboðsferli með auglýsingu um forval, sem birt var í fyrradag. Vegamálastjóri segir stefnt að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Fyrir hálfum mánuði lýstu ýmsir áhyggjum yfir því að Dýrafjarðargöng kynnu að frjósa inni í komandi alþingiskosningum. Vegagerðin er hins vegar lögð af stað. Auglýst hefur verið eftir verktökum sem vilja láta meta sig hæfa til að grafa þessi 5,3 kílómetra jarðgöng, sem ætlað er að leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði. Þetta þýðir að formlegt ferli alþjóðlegs útboðs er hafið en forvalið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. „Miðað við að öllu óbreyttu verður þetta boðið út í haust og þýðir þá að framkvæmdir hefjast á næsta ári, eins og lagt hefur verið upp með undanfarin misseri. Við erum bara að fylgja því ferli og reiknum með að allt gangi eftir,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Göngin verða grafin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Hin 550 metra háa Hrafnseyrarheiði er helsti farartálminn á milli íbúa á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og jafnan ófær í fjóra til fimm mánuði á ári. Vestfirðingar hafa hvað eftir annað bent á að göngin séu helsta forsenda þess að nýjar atvinnugreinar eins og heilsársferðaþjónusta og fiskeldi geti þróast eðlilega í fjórðungnum. En þýðir þetta skref núna að menn geti verið rólegri gagnvart göngunum? Vegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur um brattar skriður, bæði Dýrafjarðar- og Arnarfjarðarmegin.Mynd/Stöð 2.„Ég myndi nú halda það. Þessi ferill er settur af stað núna með heimild okkar ráðherra, innanríkisráðherra, og samkvæmt því sem ég hef heyrt frá henni er hún staðráðin í því að halda þessu verkefni til streitu. Þannig að ég held að menn eigi ekki að þurfa að óttast, - nema einhverjar kollsteypur verði í samfélaginu, sem ég sé nú ekkert sérstaklega benda á í dag. Þannig að við treystum því bara að þetta gangi eftir,“ segir vegamálastjóri. Með Dýrafjarðargöngum fæst sá bónus að Vestfjarðavegur styttist um 27 kílómetra. Gangamunnar yrðu skammt innan við Dýrafjarðarbrú og Arnarfjarðarmegin rétt utan við Mjólkárvirkjun. Vegamálastjóri áætlar að verkið kosti 9,2 milljarða króna. En hvenær verða göngin tilbúin?Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun.Grafík/Vegagerðin. „Þetta er samkvæmt okkar áætlunum þriggja ára verkefni. Framkvæmdir hefjast nú ekki fyrr en eftir mitt næsta ár, 2017, miðað við þær fjárveitingar sem eru inni í áætlunum, sem þýðir að þetta er tilbúið á miðju ári 2020,“ svarar Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. 17. apríl 2012 19:15 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Megintenging innan Vestfjarða ófær í fjóra mánuði Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. 21. mars 2012 12:29 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Ákall til Alþingis um Dýrafjarðargöng Vestfirðingar safna nú undirskriftum undir ákall til stjórnvalda um að Dýrafjarðargöng fái forgang og fram fyrir Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng. Bíll komst yfir Hrafnseyrarheiði í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Ákall um Dýrafjarðargöng er yfirskriftin sem lýsir vel hve heitt samgöngumálin brenna á Vestfirðingum. 17. apríl 2012 19:15
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07
Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45
Megintenging innan Vestfjarða ófær í fjóra mánuði Vegagerðin hefur frestað því að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði en þær hafa báðar verið meira og minna lokaðar undanfarna fjóra mánuði. Ráðamenn á Vestfjörðum segja ástand vegamála þar ömurlegt. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru á miðhluta Vestfjarða en þær hafa verið meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember. 21. mars 2012 12:29
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23
Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45
Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31