Án hjálpar þarf að fækka ferðamönnum Svavar Hávarðsson skrifar 13. maí 2016 07:00 Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og svæðið því undir miklu álagi. vísir/vilhelm „Versta mögulega staða er sú að ríkisvaldið komi ekki til hjálpar. Þá sjáum við ekki annað en að það þurfi að takmarka stórkostlega fjölda ferðamanna á svæðinu,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Heilbrigðisnefnd HNE ályktaði vegna mengunarvanda Mývatns á þriðjudag. Þar er eindregið mælst til að stjórnvöld veiti Skútustaðahreppi nú þegar fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar við byggingu á hreinsivirkjum fyrir skólp í Skútustaðahreppi, og vísar til kröfu um ítarlega skólphreinsun skv. reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. „Um er að ræða mjög kostnaðarsamar og íþyngjandi kröfur fyrir fjárhag lítils sveitarfélags og jafnframt felast miklir hagsmunir og ábyrgð í því að vernda Mývatn sem náttúruperlu á heimsvísu. Heilbrigðisnefnd minnir á mikilvægi þess að hraða úrbótum í fráveitumálum í Skútustaðahreppi eins og kostur er, þannig að ekki þurfi að koma til þess að takmarka fjölda ferðamanna á vatnasvæði Mývatns,“ segir í bókuninni. Alfreð segir að eins og staðan er nú sé aðeins eitt hótel á svæðinu með fullkomna hreinsun og mæti kröfum – Hótel Laxá, nýjasta hótelið við vatnið. „Öll önnur hótel og önnur gistiaðstaða uppfyllir ekki þessi skilyrði, og að óbreyttu verður ekki annað séð en þau verði að leggja niður starfsemi sína. Gróft sagt er bara eitt löglegt gistiúrræði í Mývatnssveit,“ segir Alfreð og bætir við að miklar vonir séu bundnar við að eftir að samráðshópur Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra skilar af sér 17. júní, þá „í beinu framhaldi af því sjái ríkisvaldið að sér og komi með myndarlegum hætti að borðinu“. Hér vísar Alfreð til orða umhverfisráðherra á Alþingi í vikunni þar sem Sigrún tilkynnti um viðbrögð stjórnvalda við þeim djúpstæða vanda sem kominn er upp við Mývatn – en á sér alllanga sögu eins og Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, hefur skýrt. Á þinginu kom fram þverpólitískur vilji til þess að stjórnvöld brygðust tafarlaust við, og sú krafa að tafarlaust kæmi til fjárveiting til handa Skútustaðahreppi til að hefja umbætur á fráveitumálum sveitarfélagsins – einum af þeim þáttum sem mannshöndin getur sannarlega haft áhrif á í hinu flókna samspili sem sambúð manns og náttúru er við Mývatn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Stjórnvöld bregðist við ástandinu í Mývatni Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. 9. maí 2016 18:45 Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf Ný náttúruverndarlög virðast skuldbinda stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við grafalvarlegu ástandi í lífríki Mývatns en óhemju magn blábaktería er í vatninu. 12. maí 2016 07:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
„Versta mögulega staða er sú að ríkisvaldið komi ekki til hjálpar. Þá sjáum við ekki annað en að það þurfi að takmarka stórkostlega fjölda ferðamanna á svæðinu,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Heilbrigðisnefnd HNE ályktaði vegna mengunarvanda Mývatns á þriðjudag. Þar er eindregið mælst til að stjórnvöld veiti Skútustaðahreppi nú þegar fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar við byggingu á hreinsivirkjum fyrir skólp í Skútustaðahreppi, og vísar til kröfu um ítarlega skólphreinsun skv. reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. „Um er að ræða mjög kostnaðarsamar og íþyngjandi kröfur fyrir fjárhag lítils sveitarfélags og jafnframt felast miklir hagsmunir og ábyrgð í því að vernda Mývatn sem náttúruperlu á heimsvísu. Heilbrigðisnefnd minnir á mikilvægi þess að hraða úrbótum í fráveitumálum í Skútustaðahreppi eins og kostur er, þannig að ekki þurfi að koma til þess að takmarka fjölda ferðamanna á vatnasvæði Mývatns,“ segir í bókuninni. Alfreð segir að eins og staðan er nú sé aðeins eitt hótel á svæðinu með fullkomna hreinsun og mæti kröfum – Hótel Laxá, nýjasta hótelið við vatnið. „Öll önnur hótel og önnur gistiaðstaða uppfyllir ekki þessi skilyrði, og að óbreyttu verður ekki annað séð en þau verði að leggja niður starfsemi sína. Gróft sagt er bara eitt löglegt gistiúrræði í Mývatnssveit,“ segir Alfreð og bætir við að miklar vonir séu bundnar við að eftir að samráðshópur Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra skilar af sér 17. júní, þá „í beinu framhaldi af því sjái ríkisvaldið að sér og komi með myndarlegum hætti að borðinu“. Hér vísar Alfreð til orða umhverfisráðherra á Alþingi í vikunni þar sem Sigrún tilkynnti um viðbrögð stjórnvalda við þeim djúpstæða vanda sem kominn er upp við Mývatn – en á sér alllanga sögu eins og Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, hefur skýrt. Á þinginu kom fram þverpólitískur vilji til þess að stjórnvöld brygðust tafarlaust við, og sú krafa að tafarlaust kæmi til fjárveiting til handa Skútustaðahreppi til að hefja umbætur á fráveitumálum sveitarfélagsins – einum af þeim þáttum sem mannshöndin getur sannarlega haft áhrif á í hinu flókna samspili sem sambúð manns og náttúru er við Mývatn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46 Stjórnvöld bregðist við ástandinu í Mývatni Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. 9. maí 2016 18:45 Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf Ný náttúruverndarlög virðast skuldbinda stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við grafalvarlegu ástandi í lífríki Mývatns en óhemju magn blábaktería er í vatninu. 12. maí 2016 07:00 Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að koma Mývatni til bjargar Landvernd vil að gripið verði til aðgerða og Skútustaðahreppur aðstoðaður fjárhagslega í fráveitumálum. 4. maí 2016 16:46
Stjórnvöld bregðist við ástandinu í Mývatni Höskuldur Þórhallsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur að stjórnvöld verði að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í lífríki Mývatns . Nefndin fundaði í morgun með sérfræðingum og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. 9. maí 2016 18:45
Mývatn er prófsteinn á nýja löggjöf Ný náttúruverndarlög virðast skuldbinda stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við grafalvarlegu ástandi í lífríki Mývatns en óhemju magn blábaktería er í vatninu. 12. maí 2016 07:00
Vilja aðgerðir í Laxá og Mývatni Veiðifélag Laxár og Krákár segir ástand lífríkis alvarlegt. 1. maí 2016 16:32
Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00