Bjarni: Ólsarar fengu eitt stig, við fengum eitt stig og dómarinn eitt stig Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 12. maí 2016 21:30 Bjarni Jóhannsson var ósáttur við vítaspyrnudóminn. vísir/ernir „Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Nei, nei ég er ekki sáttur við stigið, þetta var mjög kröftugur leikur. Mér fannst við allan tímann líklegri en síðan erum við rændir,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, við Vísi eftir 1-1 jafntefli við Ólsara í kvöld. Eftir að Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu fengur Ólsarar ansi ódýra vítaspyrnu sem Hrvje Tokic fiskaði og skoraði úr. Það tryggði nýliðunum eitt sig. „Víkingar fara með eitt stig, dómarinn eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig. Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni Jó sem var aldeilis ekki sáttur með frammistöðu dómarans í dag. Leikurinn var nokkuð lokaður framan af en opnaðist upp á gátt undir lokin. „Leikstíll Víkinga er kröftugur og þeir eru mjög agaðir. Það er erfitt að finna glufur í gegn hjá þeim, enda eru þeir taplausir í deildinni í ár. Þeir eru með miklu sterkara lið en menn áttu von á, tímasetningin á markinu hjá okkur á að vera þannig að við eigum að geta varið markið okkar. Við ráðum ekki við svona vitleysisgang eins og Guðmundur Ársæll sýndi hérna í lok leiksins.“Sigurður Grétar Benónýsson spilaði vel hjá ÍBV í dag og skoraði eina mark þeirra, Bjarni hlýtur að vera ánægður með kappann.„Hann hefði aldrei verið í byrjunarliðinu ef ég væri ekki þokkalega ánægður með peyjann.“ „Við erum búnir að spila ágætlega í þessu móti að undanskildum tuttugu mínútum í síðasta leik. Það voru stór batamerki á liðinu frá síðasta leik og miklu meiri kraftur í okkur. Mér fannst við hafa þannig tök á leiknum í lokin að við hefðum getað unnið dómarann líka.“ Mikkel Maigaard var frábær hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu en hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í fyrstu leikjunum. „Það eru aðrir menn sem hafa tekið góð skref. Hann verður að bíða þolinmóður.“ Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn ætlar Bjarni að bæta við sinn hóp? „Maður veit aldrei hvað þessum stjórnarmönnum dettur í hug,“ sagði Bjarni undir lokin en formaður knattspyrnuráðs ÍBV stóð nokkrum metrum vestan við viðtalsstað.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd Ólsarar voru heppnir að fá ódýrt víti á 86. mínútu og tryggja sér jafntefli. 12. maí 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 | Tokic bjargaði stigi fyrir taplausa Ólsara Umdeild vítaspyrna tryggði Ólafsvíkingum eitt stig í Vestmannaeyjum eftir að nýliðarnir lentu undir. 12. maí 2016 19:45