Nýr flokkur á gömlum grunni Gunnlaugur Stefánsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Árið 1978 bauð Alþýðuflokkurinn fram til alþingiskosninga undir kjörorðinu „Nýr flokkur á gömlum grunni“. Flokkurinn uppskar 22% fylgi og sinn stærsta kosningasigur með 14 þingmönnum. Ég var yngstur þingmanna flokksins, nýlega orðinn 26 ára gamall. Miklir umbrotatímar voru þá í stjórnmálunum í umhverfi óðaverðbólgu sem geisað hafði frá því að Viðreisnarstjórnin lauk störfum árið 1971. Í kosningunum árið 1978 kynnti Alþýðuflokkurinn framsækna umbótastefnu, sem braut í blað stjórnmálabaráttunnar, og lagði drjúgt af mörkum svo böndum varð síðar komið á óðaverðbólgu og velferðin í landinu efldist. Þetta rifja ég hér upp að gefnu tilefni. Nú á Samfylkingin við vanda að etja af líkum toga og Alþýðuflokkurinn átti í kjölfar alþingiskosninga 1974, þegar flokkurinn var nálægt því að þurrkast út af Alþingi, hlaut 9% atkvæða og einn kjörinn þingmann, en honum fylgdu svo fjórir uppbótarþingmenn. Engum flokksmanni kom þá til hugar að gefast upp og efast um hlutverk Alþýðuflokksins sem bar ábyrgð á hugsjón jafnaðarstefnunnar í landinu. Þá var máttlaus helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völd, djúpstæð spilling í þjóðlífinu sem nærðist í skjóli verðbólgu og lokaðrar stjórnsýslu. Framsækin barátta Vilmundar heitins Gylfasonar, sem stóð svo í fylkingarbrjósti í kosningabaráttu Alþýðuflokksins árið 1978, fyllti flokksfólkið eldmóði. En úrslitum réð, að Alþýðuflokkurinnn kannaðist við fortíð sína og byggði róttækan málflutning sinn og baráttu á gömlum grunni, stóð traustan vörð um sögu sína og verk; og þrátt fyrir harða aðför andstæðinga flokksins að þeirri sögu og verkum.Afskræma sögu flokksins Nú keppast nokkrir forystumenn Samfylkingarinnar við að afneita eða afskræma sögu flokksins, upphefja meint „mistök“ með stóryrðum og biðja kjósendur afsökunar á tilveru sinni. Tæpast getur flokkur, sem þannig hagar málflutningi sínum, notið trausts hjá þjóðinni. Flokkur er meira en bandalag frambjóðenda sem eru að sækja um atvinnu. Flokkur er fólk, fjöldahreyfing, sem á sameiginlega hugsjón og þráir að sjá árangur í verki á lýðræðislegum grunni. Þingmenn flokksins eru því þjónar fólksins um að koma verkum hugsjóna til framkvæmda. Samfylkingin var stofnuð af öflugum stjórnmálahreyfingum sem áttu sér sameiginlega hugsjón um jöfnuð, réttlæti og almenna velferð á grunni jafnaðarstefnunnar. Frá stofnun hefur flokkurinn gegnt stóru hlutverki í stjórnmálunum. Samfylkingin var í forystu ríkisstjórnar, þegar þjóðin háði í raun baráttu um efnahagslegt sjálfstæði sitt í kjölfar á Hruni sem leitt gat til þjóðargjaldþrots. Engum gat til hugar komið á haustdögum árið 2008, að við yrðum komin til þeirrar farsældar sem við njótum í dag. Þar skipti öllu máli, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók á málum af festu og ábyrgð við afar erfiðar aðstæður og skilaði þjóðarbúinu, svo til heilla horfði. Þetta á sagnfræðin síðar eftir að staðfesta rækilega hér á landi, þó það sé fyrir löngu skráð í bækur í útlöndum.Kosið um leiðtoga Í formannskjöri innan Samfylkingarinnar á ekki að kjósa um það hvernig leggja eigi flokkinn niður eða hlaupa undir sæng með einhverju flokksbroti. Þvert á móti er kosið um leiðtoga, sem kannast við flokkinn, sögu hans og árangur, og hefur burði til að sækja fram í flokki til sigurs. Ef Samfylkingin ætlar að rækta traust með þjóðinni, þá verður það ekki gert öðruvísi en að þekkja sögu sína og uppskeru verkanna til heilla fyrir þjóðina. Og þar er af nógu að taka. Af þeim sjónarhóli er horft til framtíðar þar sem framsækni og baráttugleði mótar för. Ef Samfylkingunni auðnast þetta ekki, þá liggur Alþýðuflokkurinn í dvala og nærtækt að vekja hann til verka. Jafnaðarmenn gáfust ekki upp, þó oft hafi blásið á móti og gera ekki enn. Öflugur jafnaðarmannaflokkur er ekki aðeins brýn nauðsyn fyrir velferðina í landinu, heldur kjölfestan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1978 bauð Alþýðuflokkurinn fram til alþingiskosninga undir kjörorðinu „Nýr flokkur á gömlum grunni“. Flokkurinn uppskar 22% fylgi og sinn stærsta kosningasigur með 14 þingmönnum. Ég var yngstur þingmanna flokksins, nýlega orðinn 26 ára gamall. Miklir umbrotatímar voru þá í stjórnmálunum í umhverfi óðaverðbólgu sem geisað hafði frá því að Viðreisnarstjórnin lauk störfum árið 1971. Í kosningunum árið 1978 kynnti Alþýðuflokkurinn framsækna umbótastefnu, sem braut í blað stjórnmálabaráttunnar, og lagði drjúgt af mörkum svo böndum varð síðar komið á óðaverðbólgu og velferðin í landinu efldist. Þetta rifja ég hér upp að gefnu tilefni. Nú á Samfylkingin við vanda að etja af líkum toga og Alþýðuflokkurinn átti í kjölfar alþingiskosninga 1974, þegar flokkurinn var nálægt því að þurrkast út af Alþingi, hlaut 9% atkvæða og einn kjörinn þingmann, en honum fylgdu svo fjórir uppbótarþingmenn. Engum flokksmanni kom þá til hugar að gefast upp og efast um hlutverk Alþýðuflokksins sem bar ábyrgð á hugsjón jafnaðarstefnunnar í landinu. Þá var máttlaus helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völd, djúpstæð spilling í þjóðlífinu sem nærðist í skjóli verðbólgu og lokaðrar stjórnsýslu. Framsækin barátta Vilmundar heitins Gylfasonar, sem stóð svo í fylkingarbrjósti í kosningabaráttu Alþýðuflokksins árið 1978, fyllti flokksfólkið eldmóði. En úrslitum réð, að Alþýðuflokkurinnn kannaðist við fortíð sína og byggði róttækan málflutning sinn og baráttu á gömlum grunni, stóð traustan vörð um sögu sína og verk; og þrátt fyrir harða aðför andstæðinga flokksins að þeirri sögu og verkum.Afskræma sögu flokksins Nú keppast nokkrir forystumenn Samfylkingarinnar við að afneita eða afskræma sögu flokksins, upphefja meint „mistök“ með stóryrðum og biðja kjósendur afsökunar á tilveru sinni. Tæpast getur flokkur, sem þannig hagar málflutningi sínum, notið trausts hjá þjóðinni. Flokkur er meira en bandalag frambjóðenda sem eru að sækja um atvinnu. Flokkur er fólk, fjöldahreyfing, sem á sameiginlega hugsjón og þráir að sjá árangur í verki á lýðræðislegum grunni. Þingmenn flokksins eru því þjónar fólksins um að koma verkum hugsjóna til framkvæmda. Samfylkingin var stofnuð af öflugum stjórnmálahreyfingum sem áttu sér sameiginlega hugsjón um jöfnuð, réttlæti og almenna velferð á grunni jafnaðarstefnunnar. Frá stofnun hefur flokkurinn gegnt stóru hlutverki í stjórnmálunum. Samfylkingin var í forystu ríkisstjórnar, þegar þjóðin háði í raun baráttu um efnahagslegt sjálfstæði sitt í kjölfar á Hruni sem leitt gat til þjóðargjaldþrots. Engum gat til hugar komið á haustdögum árið 2008, að við yrðum komin til þeirrar farsældar sem við njótum í dag. Þar skipti öllu máli, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók á málum af festu og ábyrgð við afar erfiðar aðstæður og skilaði þjóðarbúinu, svo til heilla horfði. Þetta á sagnfræðin síðar eftir að staðfesta rækilega hér á landi, þó það sé fyrir löngu skráð í bækur í útlöndum.Kosið um leiðtoga Í formannskjöri innan Samfylkingarinnar á ekki að kjósa um það hvernig leggja eigi flokkinn niður eða hlaupa undir sæng með einhverju flokksbroti. Þvert á móti er kosið um leiðtoga, sem kannast við flokkinn, sögu hans og árangur, og hefur burði til að sækja fram í flokki til sigurs. Ef Samfylkingin ætlar að rækta traust með þjóðinni, þá verður það ekki gert öðruvísi en að þekkja sögu sína og uppskeru verkanna til heilla fyrir þjóðina. Og þar er af nógu að taka. Af þeim sjónarhóli er horft til framtíðar þar sem framsækni og baráttugleði mótar för. Ef Samfylkingunni auðnast þetta ekki, þá liggur Alþýðuflokkurinn í dvala og nærtækt að vekja hann til verka. Jafnaðarmenn gáfust ekki upp, þó oft hafi blásið á móti og gera ekki enn. Öflugur jafnaðarmannaflokkur er ekki aðeins brýn nauðsyn fyrir velferðina í landinu, heldur kjölfestan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar