Talað hefur verið um vorboðann ljúfa þegar snjóblásturstækið er sett í gang og vegurinn er ruddur. Enn er þó nokkuð í að snjórinn hverfi en á heiðinni eru nú fjögurra metra háir veggir af snjó.

„Hann ryður heiðina eftir minni,“ segir Kristín Hávarðsdóttir um Ásgeir eiginmann sinn sem á ættir að rekja til Mjóafjarðar. Foreldrar hans eigi þar stórt land og það séu ær og kýr Ásgeirs að kíkja í plássið og veiða lax.
„Hann þekkir þetta eins og handarbakið á sér.“
Bátsferðum á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar fækkar nú þar sem opið er fyrir bílaumferð. Á milli hálftíma og klukkutíma tekur að fara með ferjunni á milli en um klukkustund að aka frá Norðfirði til Mjóafjarðar.


