Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 16:50 Leikstjórinn Olivier Assayas ásamt Kristen Stewart. Vísir/EPA Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes. Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes.
Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03