Gagnrýndi íslenska verslun harðlega fyrir að skila ekki tollalækkunum til neytenda Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2016 15:20 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins fór mikinn í ræðustól Alþingis í dag þar sem hann benti á að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum ríkisins á fatnað og skóm til neytenda. Vísaði Þorsteinn þar til verðlagsvaktar Alþýðusambands Íslands sem leiddi þetta í ljós og benti Þorsteinn á að íslensk verslun hafi heldur ekki staðið skil á styrkingu íslensku krónunnar. Sagði hann krónuna hafa styrkst um sex prósent að jafnaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sagði Þorsteinn þetta vera til marks um lítið siðferðisþrek hjá verslunarmönnum sem seilast í það sem ríkið lætur eftir og sagði þetta forkastanleg vinnubrögð. Nefndi hann í þessu samhengi að Hagar hefðu nýverið skilað ársreikningi þar sem kom fram að fyrirtækið sé nánast skuldlaust eftir fimm ára starfsemi. Var fyrirtækið endurreist árið 2011 og sagði Þorsteinn þá endurreisn hafa kostað bankakerfið um 35 til 40 milljarða króna. Hagar hafi síðan verið seldir dugmiklum mönnum í samstarfi við lífeyrissjóðina og saman hafi þessir menn og lífeyrissjóðirnir reist þetta fyrirtæki upp með þessum hætti að sögn Þorsteins og vísað þar í að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum og styrkingu krónunnar aftur til neytenda með því að lækka vöruverð. Sagði hann þessa þróun vera í boði lífeyrissjóða landsmanna og sagði hann nauðsynlegt fyrir þá sem sitja í stjórnum þeirra að íhuga málið vandlega eða þá að fá aðra menn í stjórn til að hægt sé að koma böndum á þessi mál. Alþingi Tengdar fréttir Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12 Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins fór mikinn í ræðustól Alþingis í dag þar sem hann benti á að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum ríkisins á fatnað og skóm til neytenda. Vísaði Þorsteinn þar til verðlagsvaktar Alþýðusambands Íslands sem leiddi þetta í ljós og benti Þorsteinn á að íslensk verslun hafi heldur ekki staðið skil á styrkingu íslensku krónunnar. Sagði hann krónuna hafa styrkst um sex prósent að jafnaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sagði Þorsteinn þetta vera til marks um lítið siðferðisþrek hjá verslunarmönnum sem seilast í það sem ríkið lætur eftir og sagði þetta forkastanleg vinnubrögð. Nefndi hann í þessu samhengi að Hagar hefðu nýverið skilað ársreikningi þar sem kom fram að fyrirtækið sé nánast skuldlaust eftir fimm ára starfsemi. Var fyrirtækið endurreist árið 2011 og sagði Þorsteinn þá endurreisn hafa kostað bankakerfið um 35 til 40 milljarða króna. Hagar hafi síðan verið seldir dugmiklum mönnum í samstarfi við lífeyrissjóðina og saman hafi þessir menn og lífeyrissjóðirnir reist þetta fyrirtæki upp með þessum hætti að sögn Þorsteins og vísað þar í að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum og styrkingu krónunnar aftur til neytenda með því að lækka vöruverð. Sagði hann þessa þróun vera í boði lífeyrissjóða landsmanna og sagði hann nauðsynlegt fyrir þá sem sitja í stjórnum þeirra að íhuga málið vandlega eða þá að fá aðra menn í stjórn til að hægt sé að koma böndum á þessi mál.
Alþingi Tengdar fréttir Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12 Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Segja afnám tolla ekki skila sér Niðurstaða verðlagseftirlits ASÍ er sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnámi tolla á fatnaði og skóm til neytenda. 9. maí 2016 15:12
Hagar högnuðust um 3,5 milljarða Í lok rekstrarársins námu heildareignir samstæðunnar 29,7 milljörðum króna og eigið fé var 16,3 milljarðar. 12. maí 2016 17:04