Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. maí 2016 18:32 Birgir Jakobsson landlæknir. VÍSIR/STEFÁN Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir. Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir.
Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira