Ísland að verða uppselt Þórdís Valsdóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 Greining Íslandsbana spáir 29 prósenta aukningu ferðamanna til landsins á árinu en einungis 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. Vísir/Vilhelm Víða um land er ómögulegt að útvega ferðamönnum gistingu yfir háannatíma. Ferðaþjónustan getur ekki tekið á móti fólki því enga gisting fæst á mörgum stöðum. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir stöðuna mjög þrönga á háannatíma. „Ferðamannastraumurinn er að færast fyrr og fram eftir ágúst er á mörgum stöðum orðið fullbókað. Þetta gerir það að verkum að á öðrum stöðum er laust en þau pláss nýtast ekki því komnir eru flöskuhálsar á mest sóttu stöðunum,“ segir Sævar. Sævar segir stöðuna erfiðasta frá höfuðborgarsvæðinu að Höfn í Hornafirði. „Suðurlandið er fullbókað og þá kemst fólk hvorki austur né vestur,“ segir Sævar. „Stórir aðilar hafa einblínt á að moka fólki hingað inn og horfa bara á þessa heitu staði. Markmiðið er að dreifa álaginu en það tekst illa og menn eru ekki að vinna nógu mikið saman.“ Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, starfsmaður Snæland Grímsson, segir mikið basl að finna gistingu fyrir ferðamenn yfir háannatíma. „Við reynum að aðstoða fólk eins og við getum en oft á tíðum þarf fólk að aðlaga ferðir sínar eða koma á öðrum tímum,“ segir Sigríður og bætir við að hótelum fjölgi ekki í takt við fjölgun ferðamanna. Íslandsbanki spáir 29 prósenta fjölgun ferðamanna til landsins á árinu en aðeins 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. „Stóra verkefnið okkar er að dreifa ferðamönnum betur um landið,“ Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka aðila í ferðaþjónustu.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Víða um land er ómögulegt að útvega ferðamönnum gistingu yfir háannatíma. Ferðaþjónustan getur ekki tekið á móti fólki því enga gisting fæst á mörgum stöðum. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir stöðuna mjög þrönga á háannatíma. „Ferðamannastraumurinn er að færast fyrr og fram eftir ágúst er á mörgum stöðum orðið fullbókað. Þetta gerir það að verkum að á öðrum stöðum er laust en þau pláss nýtast ekki því komnir eru flöskuhálsar á mest sóttu stöðunum,“ segir Sævar. Sævar segir stöðuna erfiðasta frá höfuðborgarsvæðinu að Höfn í Hornafirði. „Suðurlandið er fullbókað og þá kemst fólk hvorki austur né vestur,“ segir Sævar. „Stórir aðilar hafa einblínt á að moka fólki hingað inn og horfa bara á þessa heitu staði. Markmiðið er að dreifa álaginu en það tekst illa og menn eru ekki að vinna nógu mikið saman.“ Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, starfsmaður Snæland Grímsson, segir mikið basl að finna gistingu fyrir ferðamenn yfir háannatíma. „Við reynum að aðstoða fólk eins og við getum en oft á tíðum þarf fólk að aðlaga ferðir sínar eða koma á öðrum tímum,“ segir Sigríður og bætir við að hótelum fjölgi ekki í takt við fjölgun ferðamanna. Íslandsbanki spáir 29 prósenta fjölgun ferðamanna til landsins á árinu en aðeins 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. „Stóra verkefnið okkar er að dreifa ferðamönnum betur um landið,“ Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka aðila í ferðaþjónustu.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum