Ísland að verða uppselt Þórdís Valsdóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 Greining Íslandsbana spáir 29 prósenta aukningu ferðamanna til landsins á árinu en einungis 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. Vísir/Vilhelm Víða um land er ómögulegt að útvega ferðamönnum gistingu yfir háannatíma. Ferðaþjónustan getur ekki tekið á móti fólki því enga gisting fæst á mörgum stöðum. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir stöðuna mjög þrönga á háannatíma. „Ferðamannastraumurinn er að færast fyrr og fram eftir ágúst er á mörgum stöðum orðið fullbókað. Þetta gerir það að verkum að á öðrum stöðum er laust en þau pláss nýtast ekki því komnir eru flöskuhálsar á mest sóttu stöðunum,“ segir Sævar. Sævar segir stöðuna erfiðasta frá höfuðborgarsvæðinu að Höfn í Hornafirði. „Suðurlandið er fullbókað og þá kemst fólk hvorki austur né vestur,“ segir Sævar. „Stórir aðilar hafa einblínt á að moka fólki hingað inn og horfa bara á þessa heitu staði. Markmiðið er að dreifa álaginu en það tekst illa og menn eru ekki að vinna nógu mikið saman.“ Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, starfsmaður Snæland Grímsson, segir mikið basl að finna gistingu fyrir ferðamenn yfir háannatíma. „Við reynum að aðstoða fólk eins og við getum en oft á tíðum þarf fólk að aðlaga ferðir sínar eða koma á öðrum tímum,“ segir Sigríður og bætir við að hótelum fjölgi ekki í takt við fjölgun ferðamanna. Íslandsbanki spáir 29 prósenta fjölgun ferðamanna til landsins á árinu en aðeins 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. „Stóra verkefnið okkar er að dreifa ferðamönnum betur um landið,“ Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka aðila í ferðaþjónustu.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Víða um land er ómögulegt að útvega ferðamönnum gistingu yfir háannatíma. Ferðaþjónustan getur ekki tekið á móti fólki því enga gisting fæst á mörgum stöðum. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir stöðuna mjög þrönga á háannatíma. „Ferðamannastraumurinn er að færast fyrr og fram eftir ágúst er á mörgum stöðum orðið fullbókað. Þetta gerir það að verkum að á öðrum stöðum er laust en þau pláss nýtast ekki því komnir eru flöskuhálsar á mest sóttu stöðunum,“ segir Sævar. Sævar segir stöðuna erfiðasta frá höfuðborgarsvæðinu að Höfn í Hornafirði. „Suðurlandið er fullbókað og þá kemst fólk hvorki austur né vestur,“ segir Sævar. „Stórir aðilar hafa einblínt á að moka fólki hingað inn og horfa bara á þessa heitu staði. Markmiðið er að dreifa álaginu en það tekst illa og menn eru ekki að vinna nógu mikið saman.“ Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, starfsmaður Snæland Grímsson, segir mikið basl að finna gistingu fyrir ferðamenn yfir háannatíma. „Við reynum að aðstoða fólk eins og við getum en oft á tíðum þarf fólk að aðlaga ferðir sínar eða koma á öðrum tímum,“ segir Sigríður og bætir við að hótelum fjölgi ekki í takt við fjölgun ferðamanna. Íslandsbanki spáir 29 prósenta fjölgun ferðamanna til landsins á árinu en aðeins 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. „Stóra verkefnið okkar er að dreifa ferðamönnum betur um landið,“ Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka aðila í ferðaþjónustu.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira