Faðir Lovísu Hrundar fékk fimm milljónir vegna tjóns síns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2016 23:46 Lovísa Hrund lést þegar ölvaður ökumaður ók framan á bifreið hennar. Hún var aðeins 17 ára. Vísir Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent