Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:59 Mál konunnar sem olli dauða Lovísu Hrundar var þingfest fyrir dómi í gær. Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent