Illa staðið að rétti barns til sameiginlegrar forsjár foreldra á Íslandi François Scheefer skrifar 28. maí 2016 12:15 Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun