Grýttur menntavegur Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. maí 2016 07:00 Menntun verður ekki frá okkur tekin. Hún er verðmæt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þess vegna er það alvarlegt ef færri fara í nám en þess óska eða ef menntun stæði aðeins þeim efnameiri til boða. Slík staða væri óásættanleg. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 hefur lánþegum í námi erlendis fækkað um 14 prósent á fimm ára tímabili. Kjör námsmanna versnuðu á sama tíma. Viðbrögð við fækkun nemenda hefðu átt að vera bætt kjör en ekki ákvarðanir um frekari skerðingu lána. Nú hefur LÍN uppfært framfærslugrunn námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2016-2017 og í sumum löndum lækkar hann um 20 prósent á næsta skólaári til viðbótar við 10 prósenta lækkun á árinu 2014. Afleiðingarnar verða þær að færri nemendur eiga möguleika á að sækja sér menntun erlendis. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka þeim Íslendingum sem bera hingað heim þekkingu og færni annarra þjóða?Fullorðnir námsmenn Ákvörðun um fjöldatakmarkanir í framhaldsskólum varð til þess að þeir sem eru 25 ára eða eldri sækja síður um skólavist og telja sig ekki lengur velkomna í framhaldsskólana. Öll þekkjum við fólk sem hefur þurft að hætta námi vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra aðstæðna svo sem veikinda eða fjárskorts. Við þekkjum líka öll fólk sem hefur farið aftur í framhaldsskóla í heimahéraði sínu eftir slíkt hlé. Mörg þeirra voru orðin 25 ára og hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi og háskólaprófi í kjölfarið. Þau starfa um allt land, í leikskólum, grunnskólum, heilbrigðisstofnunum og tæknigreinum svo dæmi séu tekin. Landsbyggðin hefur treyst á menntun og störf þessara einstaklinga. Það er mikill missir fyrir einstaklingana sem hafa ekki tækifæri til að styrkja stöðu sína með öðrum hætti. Missirinn verður ekki síður mikill fyrir samfélagið í heild þegar litið er til framtíðar. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka faglærðu fólki á landsbyggðinni? Ríkisstjórnin hefur lagt stein í götu fólks sem vill afla sér menntunar. En það er stutt til kosninga! Þessu getum við jafnaðarmenn breytt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Menntun verður ekki frá okkur tekin. Hún er verðmæt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þess vegna er það alvarlegt ef færri fara í nám en þess óska eða ef menntun stæði aðeins þeim efnameiri til boða. Slík staða væri óásættanleg. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 hefur lánþegum í námi erlendis fækkað um 14 prósent á fimm ára tímabili. Kjör námsmanna versnuðu á sama tíma. Viðbrögð við fækkun nemenda hefðu átt að vera bætt kjör en ekki ákvarðanir um frekari skerðingu lána. Nú hefur LÍN uppfært framfærslugrunn námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2016-2017 og í sumum löndum lækkar hann um 20 prósent á næsta skólaári til viðbótar við 10 prósenta lækkun á árinu 2014. Afleiðingarnar verða þær að færri nemendur eiga möguleika á að sækja sér menntun erlendis. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka þeim Íslendingum sem bera hingað heim þekkingu og færni annarra þjóða?Fullorðnir námsmenn Ákvörðun um fjöldatakmarkanir í framhaldsskólum varð til þess að þeir sem eru 25 ára eða eldri sækja síður um skólavist og telja sig ekki lengur velkomna í framhaldsskólana. Öll þekkjum við fólk sem hefur þurft að hætta námi vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra aðstæðna svo sem veikinda eða fjárskorts. Við þekkjum líka öll fólk sem hefur farið aftur í framhaldsskóla í heimahéraði sínu eftir slíkt hlé. Mörg þeirra voru orðin 25 ára og hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi og háskólaprófi í kjölfarið. Þau starfa um allt land, í leikskólum, grunnskólum, heilbrigðisstofnunum og tæknigreinum svo dæmi séu tekin. Landsbyggðin hefur treyst á menntun og störf þessara einstaklinga. Það er mikill missir fyrir einstaklingana sem hafa ekki tækifæri til að styrkja stöðu sína með öðrum hætti. Missirinn verður ekki síður mikill fyrir samfélagið í heild þegar litið er til framtíðar. Er það stefna hægristjórnarinnar að fækka faglærðu fólki á landsbyggðinni? Ríkisstjórnin hefur lagt stein í götu fólks sem vill afla sér menntunar. En það er stutt til kosninga! Þessu getum við jafnaðarmenn breytt.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar