Brexit: Ætti ég að vera eða fara? Lars Christensen skrifar 4. maí 2016 11:10 Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Should I stay or should I go?“ var titillinn á frægu pönklagi The Clash 1981. En þetta er líka spurningin sem breskir kjósendur þurfa bráð- um að svara – ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða fara – einnig kallað Brexit. Skoðanakannanir gefa til kynna að mjög mjótt verði á mununum á milli stríðandi fylkinga – „vera“ og „fara“. En ef við lítum á hina svokölluðu spámarkaði og hlutföllin hjá veðmöngurum virðast líkur á að Bretar velji að fara úr ESB vera einn þriðji og þar af leiðandi er líklegast – þrátt fyrir jafnar skoðanakannanir – að Bretar velji að vera áfram á ESB. En ekkert er gefið og útganga Breta úr Evrópusambandinu myndi að sjálfsögðu hafa afleiðingar fyrir Bretland, bæði pólitískar og efnahagslegar, en það myndi að sama skapi hafa afleiðingar fyrir hin Evr- ópusambandslöndin og auðvitað fyrir evrópska hagkerfið. Ef við einbeitum okkur að efnahagslegum afleiðingum fyrir Evrópu þá fara þær algerlega eftir ákvörðunum stjórnvalda í Brussel (og sennilega sérstaklega í Berlín og París), en ekkert virðist „góð“ útkoma. Eða eins og Clash söng: „If I go there will be trouble, and if I stay it will be double.“ Við töpum hvernig sem fer – eða öllu heldur, spurningin er ekki bara um það hvort Bretland segi skilið við ESB. Hún er frekar um það hvaða stefnu við munum sjá bæði í Bretlandi og Evrópusambandinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einn möguleikinn er að Evrópusambandið segi: „Heimsku Bretar – nú standið þið einir og við viljum ekkert með ykkur hafa og þið eruð ekki velkomnir á innri markaðnum.“ Hinn möguleikinn gæti verið mun skynsamlegri og betur ígrundaður valkostur – valkostur þar sem leiðtogar Evrópusambandsins viðurkenna að ekki sé allt eins og það ætti að vera í Evrópu, og að kannski sé kominn tími til að staldra við og styrkja það sem raunverulega virkar í Evrópu – innri markaðinn – og gleyma draumnum (martröðinni?) um frekari pólitískan samruna í Evrópu. Það er augljós ástæða til að óttast að við fáum útgáfu af „heimsku Bretar“ valkostinum og í versta falli gætum við séð gripið til verndartolla hjá Evrópusambandinu gegn Bretum. Hvað þetta varðar þarf að hafa í huga að umbótasinnuðu löndin munu missa mikilvægan bandamann ef Bretland fer. Þannig gæti maður óttast að ESB án Bretlands yrði ESB sem stjórnaðist meira af franskri hagfræðihugsun með meira regluverki og ríkisafskiptum af efnahagslífinu, frekar en umbótastefnu frjálsa markaðarins, sem Bretar hafa yfirleitt stutt. Evrópusamband sem stjórnast af „franskri“ hagfræðihugsun væri sannarlega ekki góðar fréttir fyrir evrópska hagkerfið, sem þjáist nú þegar af meiriháttar kerfisvandamálum. En það þarf ekki endilega að vera þannig. Evrópusambandsríkin gætu einnig valið vel ígrundaða kostinn og viðurkennt loksins að fáir Evrópubúar vilja Evrópska ofurríkið og að svarið við vanda Evrópu er einmitt umbætur úr smiðju Breta og minni miðstýring. Ef Evrópa velur þá leið ætti kostnaðurinn við Brexit að verða viðráðanlegur.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar