Hjálpum Sýrlendingum að vera heima hjá sér Hildur Þórðardóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun