Þeir eru með grafík andlit í LED skjánum í gólfinu og tvo dansara í glimmerbúningum a la Páll Óskar í faðmlagi innan í risastórum húlahring sem rúllar um sviði. Þetta endar síðan allt í hefðbundnum gylltum pýrófossi (sumsé flugeldar sem fossa niður úr loftinu). Reyndar er Rykka frá Sviss líka með pýrófoss – það er alltaf klassískt og gott Júróvisjón múv.
Og svo er Slóvenía líka að á sömu slóðum og Ísraelar hvað varðar fimleikahreyfingarnar því þeir eru með dansara á rosalega löngu priki. Að sjálfsögðu bæta þeir við pýrótækni í lok lagsins.

Æfingin hans gekk mjög vel og því búast menn hér við að hann komist áfram upp úr seinni undankeppninni.

Poli mætir nú fimm árum seinna með stæl og rúllaði upp æfingunni í Globen í dag. Poli byrjar ein á sviðinu en fjöldi dansara birtist á skjá fyrir aftan hana. Í lok númersins koma síðan bakraddirnar fram á svið en þær eru allar vinkonur Poli. Hún klæðist mjög sérstökum búningi – einhvers konar endurskinsmerkjabúningi sem lýsist upp í lokin. Á blaðamannafundi eftir æfingu sagði Poli að þetta væri nýjasta tækni sem væri m.a. mjög vinsæl í Japan.
Við hlökkum til að sjá meira af þessu! Mikið var klappað fyrir Poli í blaðamannahöllinni eftir æfingu en einhver skortur hefur verið á því hér í ár miðað við undanfarin ár.

Langamma Jamölu var numin á brott ásamt fimm börnum sínum á meðan eiginmaður hennar barðist með Sovétmönnum gegn nasistum. Dóttir þeirra lést á leiðinni. Í laginu er langt óm sem byrjar sem vögguljóð til dótturinnar en endar í kveini þegar langömmu Jamölu verður ljóst að barnið hefur dáið.
Að mati einhverra þótti lagið verið sérstök sneið til Rússa en EBU hefur nú úrskurðað að lagið brjóti ekki í bága við reglur Eurovision sem banna allan pólitískan áróður.

Viðlagið syngur Jamala á tatarísku og er það í fyrsta skiptið sem við heyrum það tungumál í Eurovision. Þögn sló á blaðamannahöllina þegar æfing Jamölu hófst og endaði hún í dynjandi lófataki og flauti.
Svei mér þá við erum kannski komin með svarta hrossið (e. dark horse)! Á blaðamannafundi eftir æfingu upplýsti Jamala að hún hafi verið mjög stressuð fyrir æfinguna því búningurinn hennar týndist á leið til Stokkhólms. Kjóllinn fannst þó nokkrum mínútum áður en hún átti að stíga á svið og andaði Jamala því léttar.
Á dag verður önnur æfing Íslands. Við óskum Gretu Salóme og öllu hennar teymi góðs gengis!
Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.