Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2016 14:00 Mynd/HBO Enn og aftur. Hér fyrir neðan verður fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. Lesendur sem ekki vilja vita hvað sé búið að gerast og hvað gæti mögulega gerst eru vinsamlegast beðnir um að fara annað. Við munum sakna ykkar. Nýr karakter var kynntur til leiks í síðasta þætti Game of Thrones þar sem hann mætti til þess eins að myrða bróðir sinn Balon, konung Járneyjanna, og hverfa svo aftur. Um er að ræða Euron Greyjoy, sjóræningja. Hann er leikinn af danska leikaranum Pilou Asbæk.Balon Greyjoy var faðir Theon Greyjoy, aka Reek, og Yara Greyjoy (Asha í bókunum). Hann átti nokkra bræður og þar á meðal þá Victarion og Euron. Annar bróðir Balon er til dæmis Aeron Greyjoy, sem er æðsti prestur Járneyjanna. Í síðasta þætti sagði hann Yöru fyrir að hún tæki ekki sjálfkrafa við stjórn eyjanna eftir dauða Balon.Pilou Asbæk í hlutverki Euron Greyjoy.Mynd/HBOÞrátt fyrir að Euron hafi aldrei sést áður í Game of Thrones þáttunum hefur hann þó komið við sögu og það í fyrstu þáttaröðinni. The Ironborn, íbúar Járneyjanna, eru mikið fyrir það að ráðast á strandbyggðir og taka þaðan allt sem þeir geta. Það sem þeir geta ekki tekið drepa þeir eða brenna. Í fyrstu þáttaröðinni hittast þeir Tyrion Lannister og Theon í Winterfell. Tyrion nefnir atvik þegar frændur Theon brenndu flota Lannisteranna þar sem hann var við akkeri. Umræddir frændur Theon eru þeir Euron og Victarion og þeir brenndu flotann í árás á Lannisport. Árásin var gerð í upphafi uppreisnar Járneyjanna gegn Robert Baratheon, sem hafði velt Targaryen fjölskyldunni úr sessi nokkrum árum áður. Atriðið má sjá hér. Uppreisnin reyndist ekki góð hugmynd eftir á. Tveir af þremur sonum Balon dóu, sá þriðji var tekinn í gíslingu af Ned Stark, floti Járneyjanna var brenndur og Balon var leiddur fyrir Robert í keðjum og neyddur til að sverja hollustueið.Fyrir áhugasama, sem vilja virða fyrir sér landakort Westeros og Essos er hægt að skoða gangvirkt kort hér. HBO hefur einnig gefið út kort af heimsálfunum sem nálgast má hér. Nú hefur einnig verið gefið út app sem gerir það þægilegra fyrir áhorfendur að halda áttum við áhorf þessa flókinna þátta. Gert bæði fyrir Google Play og App store. Auglýsingarnar eru þó smá þreytandi.Aftur að Euron Greyjoy Euron var yngri bróðir Balon en eldri en Victarion. Hann þykir hæfur í orrustu og í senn gáfaður. Auk þess er hann mjög kvikyndislegur og nýtur þess að beita andstæðinga sína sálfræðihernaði. Báðir bræður hans hötuðu hann og ekki af ósekju. Balon hafði gert Euron útlægan frá Járneyjunum eftir að hann nauðgaði eða táldróg (fer eftir því hver segir frá) þriðju eiginkonu Victarion. Victarion barði eiginkonu sína til dauða og vildi einnig drepa Euron en Balon kom í veg fyrir það og sendi hann frekar í útlegð. Euron yfirgaf eyjarnar á skipi sínu og gerðist sjóræningi. Hann er sagður hafa ferðast vítt og breitt um höfin og að hann hafi jafnvel farið á land í Valyria. Á einni siglingu um Jade hafið lenti Euron og áhöfn hans í miklu óveðri og virðist sem að Euron hafi misst vitið. Áhöfn hans þurfti að binda hann við mastur skipsins svo hann stykki ekki í sjóinn. Eftir atvikið lét Euron skera tunguna úr öllum áhafnarmeðlimum sínum. Skip hans heitir Silence. Hann segist einnig hafa átt drekaegg, en kastað því í sjóinn í bræðiskasti. Í bókunum er gefið í skyn að Euron geti beitt svartagaldri og er hann með lepp fyrir öðru auganu, sem Theon segir að hylji „svart auga sem skýni af illkvitni“. Asbæk hefur þó tíst um af hverju leppurinn sé ekki til staðar í þáttunum.I am sorry, but with all the killing Euron has to do, he needs both eyes. #neverknowwhatthefuturewillbring https://t.co/KdpgyGzQvc— Pilou Asbaek (@PilouAsbaek) May 5, 2016 Nú eru lesendur í fyrsta sinn ekki fróðari en áhorfendur um hvað sé að gerast í Westeros. Að mestu leyti. Saga Járneyjanna, Euron, Victarion og Yara/Asha hefur komið fyrir í bókunum og það er margt sem lesendur vita en áhorfendur ekki.Ef þið, lesendur góðir, viljið ekki vita hvað sé mögulega að fara að gerast í þáttaröðinni, ekki lesa lengra. Ekki er þó víst að þættirnir muni fylgja bókunum að öllu.Eftir að Balon deyr þurfa skipstjórar Járneyjanna að velja nýjan konung. Íbúar Járneyjanna eru í raun þeir einu í Westeros sem halda kosningar um leiðtoga sína. Bæði Yara/Asha og Victarion reyna að verða fyrir valinu, en Euron nær skipstjórunum á sitt band með því að lofa þeim að þeir muni taka allt Westeros hernámi. Það muni þeir gera með aðstoð dreka. Euron sýnir stórt horn sem hann segist hafa fundið í rústum Valyria og að með því geti hann stjórnað drekum. Hann sendir Victarion bróðir sinn með hornið og flota Járneyjanna til Mereen til þess að fanga Daenerys Targaryen og drekana hennar þrjá með horninu sem heitir Dragonbinder. Einn af áhafnarmeðlimum Euron blæs í hornið fyrir framan skiptstjóranna og er hljóðinu sem kemur úr því lýst eins og þúsundum öskrandi sála. Maðurinn sem blés í hornið féll niður með blöðrur á vörunum og það blæddi úr tattúi sem hann var með á bringunni. Þegar hann var skorinn upp voru lungun í honum svört. Það fyrsta sem Euron gerir er að hefja aftur árásirnar á vesturströnd Westeros og senda Victarion til Mereen. Á leiðinni hittir Victarion rauðan prest sem heitir Moqorro. Prestuinn læknar sýkingu sem Victarion var með í hendinni. Moqorro læknar reyndar ekki bara Victarion heldur brennir hann og gefur Victarion aukinn styrk með göldrum. Járnflotinn svokallaði kemur til Mereen í lok fimmtu bókarinnar á þeirri stundu þegar óvinir Daenerys eru að ráðst á borgina. Victarion er enn með Dragonbinder og mun líklega reyna að ná stjórn á drekunum. Það verður þó að segjast að ólíkegt er að þættirnir muni fara sömu leið. Sérstaklega með tilliti til þess að umsátrið um Mereen átti sér ekki stað í þáttunum. Það mun þó líklega koma fram í næsta þætti hvað Euron tekur til bragðs í þáttunum. Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30 Ísland í bakgrunni sjöttu seríu Game of Thrones Íslandi mun enn á ný bregða fyrir í hinni vinsælu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 13:47 Ný stikla úr Game of Thrones: Hinir dauðu eru á leiðinni Það styttist sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 17:34 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Einföld leið til að losna við Game of Thrones spoilera á netinu Hægt er að nota svokallað extension fyrir Chrome sem heitir GameofSpoils. 25. apríl 2016 14:53 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Enn og aftur. Hér fyrir neðan verður fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. Lesendur sem ekki vilja vita hvað sé búið að gerast og hvað gæti mögulega gerst eru vinsamlegast beðnir um að fara annað. Við munum sakna ykkar. Nýr karakter var kynntur til leiks í síðasta þætti Game of Thrones þar sem hann mætti til þess eins að myrða bróðir sinn Balon, konung Járneyjanna, og hverfa svo aftur. Um er að ræða Euron Greyjoy, sjóræningja. Hann er leikinn af danska leikaranum Pilou Asbæk.Balon Greyjoy var faðir Theon Greyjoy, aka Reek, og Yara Greyjoy (Asha í bókunum). Hann átti nokkra bræður og þar á meðal þá Victarion og Euron. Annar bróðir Balon er til dæmis Aeron Greyjoy, sem er æðsti prestur Járneyjanna. Í síðasta þætti sagði hann Yöru fyrir að hún tæki ekki sjálfkrafa við stjórn eyjanna eftir dauða Balon.Pilou Asbæk í hlutverki Euron Greyjoy.Mynd/HBOÞrátt fyrir að Euron hafi aldrei sést áður í Game of Thrones þáttunum hefur hann þó komið við sögu og það í fyrstu þáttaröðinni. The Ironborn, íbúar Járneyjanna, eru mikið fyrir það að ráðast á strandbyggðir og taka þaðan allt sem þeir geta. Það sem þeir geta ekki tekið drepa þeir eða brenna. Í fyrstu þáttaröðinni hittast þeir Tyrion Lannister og Theon í Winterfell. Tyrion nefnir atvik þegar frændur Theon brenndu flota Lannisteranna þar sem hann var við akkeri. Umræddir frændur Theon eru þeir Euron og Victarion og þeir brenndu flotann í árás á Lannisport. Árásin var gerð í upphafi uppreisnar Járneyjanna gegn Robert Baratheon, sem hafði velt Targaryen fjölskyldunni úr sessi nokkrum árum áður. Atriðið má sjá hér. Uppreisnin reyndist ekki góð hugmynd eftir á. Tveir af þremur sonum Balon dóu, sá þriðji var tekinn í gíslingu af Ned Stark, floti Járneyjanna var brenndur og Balon var leiddur fyrir Robert í keðjum og neyddur til að sverja hollustueið.Fyrir áhugasama, sem vilja virða fyrir sér landakort Westeros og Essos er hægt að skoða gangvirkt kort hér. HBO hefur einnig gefið út kort af heimsálfunum sem nálgast má hér. Nú hefur einnig verið gefið út app sem gerir það þægilegra fyrir áhorfendur að halda áttum við áhorf þessa flókinna þátta. Gert bæði fyrir Google Play og App store. Auglýsingarnar eru þó smá þreytandi.Aftur að Euron Greyjoy Euron var yngri bróðir Balon en eldri en Victarion. Hann þykir hæfur í orrustu og í senn gáfaður. Auk þess er hann mjög kvikyndislegur og nýtur þess að beita andstæðinga sína sálfræðihernaði. Báðir bræður hans hötuðu hann og ekki af ósekju. Balon hafði gert Euron útlægan frá Járneyjunum eftir að hann nauðgaði eða táldróg (fer eftir því hver segir frá) þriðju eiginkonu Victarion. Victarion barði eiginkonu sína til dauða og vildi einnig drepa Euron en Balon kom í veg fyrir það og sendi hann frekar í útlegð. Euron yfirgaf eyjarnar á skipi sínu og gerðist sjóræningi. Hann er sagður hafa ferðast vítt og breitt um höfin og að hann hafi jafnvel farið á land í Valyria. Á einni siglingu um Jade hafið lenti Euron og áhöfn hans í miklu óveðri og virðist sem að Euron hafi misst vitið. Áhöfn hans þurfti að binda hann við mastur skipsins svo hann stykki ekki í sjóinn. Eftir atvikið lét Euron skera tunguna úr öllum áhafnarmeðlimum sínum. Skip hans heitir Silence. Hann segist einnig hafa átt drekaegg, en kastað því í sjóinn í bræðiskasti. Í bókunum er gefið í skyn að Euron geti beitt svartagaldri og er hann með lepp fyrir öðru auganu, sem Theon segir að hylji „svart auga sem skýni af illkvitni“. Asbæk hefur þó tíst um af hverju leppurinn sé ekki til staðar í þáttunum.I am sorry, but with all the killing Euron has to do, he needs both eyes. #neverknowwhatthefuturewillbring https://t.co/KdpgyGzQvc— Pilou Asbaek (@PilouAsbaek) May 5, 2016 Nú eru lesendur í fyrsta sinn ekki fróðari en áhorfendur um hvað sé að gerast í Westeros. Að mestu leyti. Saga Járneyjanna, Euron, Victarion og Yara/Asha hefur komið fyrir í bókunum og það er margt sem lesendur vita en áhorfendur ekki.Ef þið, lesendur góðir, viljið ekki vita hvað sé mögulega að fara að gerast í þáttaröðinni, ekki lesa lengra. Ekki er þó víst að þættirnir muni fylgja bókunum að öllu.Eftir að Balon deyr þurfa skipstjórar Járneyjanna að velja nýjan konung. Íbúar Járneyjanna eru í raun þeir einu í Westeros sem halda kosningar um leiðtoga sína. Bæði Yara/Asha og Victarion reyna að verða fyrir valinu, en Euron nær skipstjórunum á sitt band með því að lofa þeim að þeir muni taka allt Westeros hernámi. Það muni þeir gera með aðstoð dreka. Euron sýnir stórt horn sem hann segist hafa fundið í rústum Valyria og að með því geti hann stjórnað drekum. Hann sendir Victarion bróðir sinn með hornið og flota Járneyjanna til Mereen til þess að fanga Daenerys Targaryen og drekana hennar þrjá með horninu sem heitir Dragonbinder. Einn af áhafnarmeðlimum Euron blæs í hornið fyrir framan skiptstjóranna og er hljóðinu sem kemur úr því lýst eins og þúsundum öskrandi sála. Maðurinn sem blés í hornið féll niður með blöðrur á vörunum og það blæddi úr tattúi sem hann var með á bringunni. Þegar hann var skorinn upp voru lungun í honum svört. Það fyrsta sem Euron gerir er að hefja aftur árásirnar á vesturströnd Westeros og senda Victarion til Mereen. Á leiðinni hittir Victarion rauðan prest sem heitir Moqorro. Prestuinn læknar sýkingu sem Victarion var með í hendinni. Moqorro læknar reyndar ekki bara Victarion heldur brennir hann og gefur Victarion aukinn styrk með göldrum. Járnflotinn svokallaði kemur til Mereen í lok fimmtu bókarinnar á þeirri stundu þegar óvinir Daenerys eru að ráðst á borgina. Victarion er enn með Dragonbinder og mun líklega reyna að ná stjórn á drekunum. Það verður þó að segjast að ólíkegt er að þættirnir muni fara sömu leið. Sérstaklega með tilliti til þess að umsátrið um Mereen átti sér ekki stað í þáttunum. Það mun þó líklega koma fram í næsta þætti hvað Euron tekur til bragðs í þáttunum.
Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30 Ísland í bakgrunni sjöttu seríu Game of Thrones Íslandi mun enn á ný bregða fyrir í hinni vinsælu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 13:47 Ný stikla úr Game of Thrones: Hinir dauðu eru á leiðinni Það styttist sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 17:34 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Einföld leið til að losna við Game of Thrones spoilera á netinu Hægt er að nota svokallað extension fyrir Chrome sem heitir GameofSpoils. 25. apríl 2016 14:53 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30
Ísland í bakgrunni sjöttu seríu Game of Thrones Íslandi mun enn á ný bregða fyrir í hinni vinsælu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 13:47
Ný stikla úr Game of Thrones: Hinir dauðu eru á leiðinni Það styttist sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 11. apríl 2016 17:34
Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00
Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30
Einföld leið til að losna við Game of Thrones spoilera á netinu Hægt er að nota svokallað extension fyrir Chrome sem heitir GameofSpoils. 25. apríl 2016 14:53