Ný plata Radiohead kemur út um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 15:13 Mynd/Radiohead Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch. Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch.
Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira