Ný plata Radiohead kemur út um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 15:13 Mynd/Radiohead Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch. Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch.
Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira