Það vantar ekki sjálfstraustið í rússneska rotarann Albert Tumenov sem mætir Gunnari Nelson í búrinu um helgina.
Tumenov sagði í samtali við MMAfréttir.is í dag að samkvæmt hans útreikningum muni hann rota Gunnar í fyrstu lotu.
Tumenov er mikill rotari og er sagður vera betri standandi en í gólfinu á Gunnar að hafa yfirburði. Þetta verður því afar áhugaverð rimma.
Tumenov er búinn að vinna fimm bardaga í röð. Er á styrkleikalista UFC en Gunnar féll af listanum eftir tapið gegn Demian Maia í desember.
Sjá má viðtal MMAfrétta við Tumenov hér að ofan.
Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Tumenov ætlar að rota Gunnar í fyrstu lotu
Tengdar fréttir

Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga
Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina.

Gunnar: Ég vil annan bardaga við Maia en er ekki týpan sem skora á menn opinberlega
Brasilíumaðurinn vann Gunnar Nelson örugglega í desember en útkoman yrði ekki sú sama ef þeir berjast aftur segir Gunnar.

Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir
Það fer vel um Gunnar Nelson í Rotterdam en þrír dagar eru í stóra bardagann gegn Albert Tumenov.

Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson
UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana.

Hvað kom fyrir hárið á Gunnari?
Gunnar Nelson kom til Rotterdam í Hollandi í dag og var fljótur að skipta um hárgreiðslu.