Geta ekki borgað gjald en þurfa sárlega aðstoð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2016 07:00 Geðlæknar segja sjúklinga sína veigra sér við að leita sér aðstoðar í núverandi kerfi vegna kostnaðar. Verði frumvarpið að lögum verði vandi þeirra enn meiri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fréttablaðið/Vilhelm „Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
„Sumt er réttmætt, sem kemur fram í umsögnum um frumvarpið en annað er byggt á misskilningi og er rangt,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um gagnrýni í umsögnum við frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Geðlæknar, Geðlæknafélag Íslands og Geðhjálp gera alvarlegar athugasemdir við hækkun kostnaðar hjá viðkvæmum hópi sjúklinga og segja kostnað við fyrsta viðtal hækka hjá almennum sjúklingi um meira en 10.000 krónur og um 6.000 krónur fyrir öryrkja verði frumvarpið að lögum. „Margir munu ekki geta greitt þetta gjald með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Tómas Zoëga geðlæknir sem ritar umsögn um frumvarpið. Hann segir geðlækna finna fyrir því að margir með langvinna geðsjúkdóma eigi í erfiðleikum með að greiða fyrir þjónustuna í núverandi kerfi og er uggandi um hvað verður eftir kostnaðarhækkunina. „Eftir breytingarnar getur öryrki þurft að greiða meira en þrefalt meira fyrir komur til geðlækna. Þetta er mikil hindrun fyrir þá sem eru í þessum viðkvæma hópi, sem mjög mikilvægt er að leiti sér læknisaðstoðar,“ bendir Tómas á.Tómas Zoega sérfræðingur í geðlækningum hefur áhyggjur af kostnaðarþátttöku sjúklinga með geðsjúkdóma.Fréttablaðið/EinarKristján Þór segir mikilvægt að halda til haga að engin reglugerð eða gjaldskrá hafi verið sett og að frumvarpið geti vel tekið breytingum, ákveði Alþingi það. Einnig að við gildistöku laganna verði tekið tillit til fyrri greiðslusögu sjúkratryggðra. Greiðslur safnist upp í svokallaðan afsláttarstofn sem síðan sé notaður til að reikna út greiðsluþátttöku sjúkratryggðs. „Við erum að fara yfir umsagnirnar með sérfræðingum í ráðuneytinu,“ segir Kristján Þór sem kveður þarft að ræða kostnaðardreifinguna. „Ég hef ekki fjárveitingarvaldið. Ég fer í þetta verkefni fyrst og fremst út frá því að draga úr kostnaðarþátttöku þeirra sem þyngstar bera byrðarnar. Í því verkefni er ég að vinna eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur skammtað. Næsta skref er að ræða hvort menn vilja dreifa kostnaði með öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir Kristján Þór. Gagnrýni á frumvarpið snýr einnig að því að sálfræðiþjónusta sé ekki tekin með í greiðsluþátttöku, eða tannlæknaþjónusta. Kristján Þór bendir á að fram undan sé stórátak í því að bæta sálfræðiþjónustu í heilsugæsluna. „Ég er að bæta í sálfræðiþjónustuna með öflugum hætti, við erum að gera það eftir bresku módeli. Til stendur að manna heilsugæsluna með sálfræðingum, þetta er tveggja til þriggja ára verkefni sem er hafið,“ segir heilbrigðsráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira