Fyrr á þessu ári birti Allt um Júróvisjón áhugaverða úttekt um kvenhöfunda í Söngvakeppninni. Árið 2012 þegar Greta Salóme keppti í Baku var í fyrsta skipti sem lag eingöngu eftir konu var framlag Íslendinga í Eurovision. Á árunum 2013–2015 voru kvenhöfundar í Söngvakeppninni á bilinu 2-4 í hverri keppni og því ekki veruleg breyting.
Í ár var gjörbreyting á í Söngvakeppninni en átta konur eru höfundar, einar eða í teymi, sjö laga af 12 í keppninni og það í fyrsta skipti sem meirihluti laga í keppninni eru eftir konur. Ísland skorar oft hátt á jafnréttisskalanum og jafnrétti kynjanna telst með því betra í heiminum hér á landi.
Þrátt fyrir það er greinilegt að konur bera skarðan hlut frá borði í Söngvakeppninni, hvort sem ástæðan er að þær sendi ekki lög inn eða þær séu síður valdar. Okkur leik forvitni á að vita hvað Gretu Salóme finnst um þessa stöðu en hún er einn stofnenda KÍTON, félag kvenna í tónlist