Aðeins þrettán prósent þeirra sem bjóða heimagistingu með leyfi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. maí 2016 07:00 SAF vilja skýran ramma um íbúðagistingu. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. Samtökin hafa bent stjórnvöldum á vaxandi vanda sem snýr að leyfislausri starfsemi í Reykjavík og hafa tekið þátt í endurskoðun laga iðnaðar- og viðskiptaráðherra um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem er fyrir Alþingi. Í umsögn samtakanna um frumvarpið segir: „Samkvæmt upplýsingum frá Airbnb eru nánast 4.000 íbúðir eða að minnsta kosti 8.000 herbergi í boði á landinu, aðeins á þeirra vefsíðu. Einnig hefur komið fram að aðeins þrettán prósent þessara aðila hafa tilskilin leyfi. Af þessum tölum má ráða að að minnsta kosti í Reykjavík sé löglegur gistirekstur kominn í minnihluta ef litið er til fjölda herbergja.“ Samtök Ferðaþjónustunnar benda á að Berlínarborg sé að glíma við svipuð vandamál og sprottið hafi upp í Reykjavík og velta því fyrir sér hvort Reykjavíkurborg hyggist ekki taka á vandanum og setja skýrari viðmið um hlutfall heimagistingar í miðborginni. Í frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra er rekstraraðilum íbúðargistingar gert skylt að birta leyfisnúmer starfsemi sinnar í allri sölu og markaðssetningu. Samtök ferðaþjónustunnar telja að slíkt muni stuðla að skilvirkara eftirliti og vera mjög til bóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar eru ekki andsnúin heimagistingu, líkt og boðið er upp á á Airbnb og sambærilegum vefsíðum, segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Heldur vilja samtökin að myndaður verði enn skýrari rammi utan um atvinnustarfsemina. Samtökin hafa bent stjórnvöldum á vaxandi vanda sem snýr að leyfislausri starfsemi í Reykjavík og hafa tekið þátt í endurskoðun laga iðnaðar- og viðskiptaráðherra um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem er fyrir Alþingi. Í umsögn samtakanna um frumvarpið segir: „Samkvæmt upplýsingum frá Airbnb eru nánast 4.000 íbúðir eða að minnsta kosti 8.000 herbergi í boði á landinu, aðeins á þeirra vefsíðu. Einnig hefur komið fram að aðeins þrettán prósent þessara aðila hafa tilskilin leyfi. Af þessum tölum má ráða að að minnsta kosti í Reykjavík sé löglegur gistirekstur kominn í minnihluta ef litið er til fjölda herbergja.“ Samtök Ferðaþjónustunnar benda á að Berlínarborg sé að glíma við svipuð vandamál og sprottið hafi upp í Reykjavík og velta því fyrir sér hvort Reykjavíkurborg hyggist ekki taka á vandanum og setja skýrari viðmið um hlutfall heimagistingar í miðborginni. Í frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra er rekstraraðilum íbúðargistingar gert skylt að birta leyfisnúmer starfsemi sinnar í allri sölu og markaðssetningu. Samtök ferðaþjónustunnar telja að slíkt muni stuðla að skilvirkara eftirliti og vera mjög til bóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira