Gunnar: Þetta var stórsigur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2016 06:30 Gunnar Nelson var í miklu stuði í búrinu í gær og hér fær Tumenov að kenna á þungu sparki frá Gunnari. fréttablaðið/getty „Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“ MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
„Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“
MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24
Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03
Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05
Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti