Hvernig væri skóli án kennara? Hjörvar Gunnarsson skrifar 12. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun