Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna Páll Óli Ólason skrifar 13. maí 2016 09:00 Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun