John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2016 08:45 Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is. Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira
Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is.
Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira