Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: „Margt sem má læra af Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 06:00 David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, var hér á landi um síðustu helgi með fjölskyldu sinni en þessir miklu Íslandsvinir fögnuðu áttræðisafmæli föður hans, Davids Moyes eldri, á Íslandi. Moyes verður á meðal fyrirlesara á risastórri og alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu 11. maí sem nefnist á ensku Business and football. Yfir daginn verður fjallað um hvað atvinnulífið getur lært af fótboltanum undir heitinu Að skapa vinningslið.Sterk taug til Íslands „Ramón Calderón, fyrrverandi forseti Real Madrid, bað mig um að taka þátt í þessari ráðstefnu þegar ég hitti hann í Katar. Ég skildi ekki alveg hvaða tengingu hann hefur við Ísland en ég og fjölskylda mín höfum auðvitað sterka tengingu við Ísland. Því var ekkert annað í boði en að segja já,“ segir David Moyes, en hann gaf sér smástund til að ræða við blaðamann á hóteli vestur í bæ um helgina. „Ég hef ekki tekið þátt í svona viðskipta- og fótboltaráðstefnu áður en þessir tveir hlutir haldast alltaf meira og meira í hendur, sérstaklega á Englandi þar sem peningarnir eru svo miklir í boltanum. Ég geri mikið af því að ferðast og tala á ráðstefnum og halda fyrirlestra, sérstaklega fyrir þjálfara, en þetta er nýtt fyrir mér. En þó spennandi,“ segir Moyes.Þróun, ekki umbylting Á ráðstefnunni sjálfri verður Moyes í pallborði ásamt enska knattspyrnugoðinu Kevin Keegan og þeim Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og Höllu Tómasdóttur, stofnanda Auðar Capital, þar sem þau ræða hvernig eigi að byggja lið frá grunni. Það þekkir Moyes vel frá rúmum áratug sem stjóri Everton. „Það var erfitt en nú hefur liðið verið meira og minna í efri hluta deildarinnar undanfarin ár. Þegar maður er að endurbyggja má ekki gera hlutina í of stórum skrefum heldur eru þetta litlir hlutir og smá framþróun í einu. Vonandi getur eitthvað af því sem ég segi hjálpað einhverjum, kannski þjálfurunum,“ segir Moyes sem upplifði síðar að stýra Manchester United. „Það er auðvitað allt öðruvísi því Manchester United getur fengið alla leikmenn heims. Það er allt annar veruleiki en ég var í hjá Everton þar sem ég hafði minna á milli handanna. Þar þurftum við að búa til söluvörur inni á vellinum. Þannig hlutir taka tíma en bæði Manchester United og Everton þurftu þróunarferli en ekki umbyltingu.“Ætlar að sjá Ísland spila Moyes er meira en lítið hrifinn af uppbyggingu íslenska fótboltans undanfarinn áratug eða svo og segir það hreint ótrúlegt að íslenska landsliðið verði á meðal keppenda á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. „Þetta er eitthvað sem þarf að gerast og hefur gerst í litlum skrefum. Þegar ég keyrði inn í Reykjavík frá flugvellinum sá ég fótboltahallirnar og nýju aðstæðurnar. Ég sá hvernig Ísland er smám saman búið að byggja upp sínar grunnstoðir. Fyrir 20 árum þegar ég var að koma hingað var bara hægt að spila fótbolta utandyra nokkra mánuði á ári,“ segir Moyes og bendir á að aðrir megi líta til minnstu þjóðarinnar sem komist hefur á EM. „Ísland hefur tekið miklum framförum og það er margt sem allir geta lært af Íslandi. Svona á að gera hlutina þegar byggt er til framtíðar. Það er alveg frábært að Ísland verður á EM,“ segir Moyes en heldur hann með Íslandi í sumar þar sem Skotar komust ekki til Frakklands? „Já, ég verð aðeins að vinna fyrir UEFA á EM og vonast til að sjá Ísland spila einn leik í París. En við Skotar erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir HM,“ segir David Moyes hlæjandi að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira