Mannréttindi, börn og betra samfélag Páll Valur Björnsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Sjá meira
Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun