Meistari samfélags-miðlanna með nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. apríl 2016 10:00 Rapparinn Drake gaf út plötuna Views á fimmtudaginn. Mynd/Getty Rapparinn Drake er einn vinsælasti popptónlistarmaður heimsins í dag. Drake er ásamt Kanye West, Beyoncé og fleirum poppurum hluti af nýrri kynslóð tónlistarmanna sem hafa aðlagast nýju landslagi á poppmarkaðnum sem varð til með tilkomu internetsins, hruni geisladiskasölu með ólöglegu niðurhali og risi samfélagsmiðla. Ef litið er á síðustu útgáfur þessara tónlistamanna er auðvelt að greina ákveðið mynstur: Kanye West fór á Twitter og reitti af sér yfirlýsingarnar rétt áður en hann gaf út ókláruðu plötuna The Life of Pablo og einungis á tónlistarþjónustunni Tidal, Beyoncé gefur tvær síðustu plötur sínar út óvænt og þeim fylgja myndbandsverk þar sem hún er pólitísk og ýjar að vandamálum í sambandi við eiginmann sinn og Drake býr til „memes“, brandara á internetinu sem allir geta tekið þátt í. Þau kynna öll plöturnar með „viral“ aðgerðum sem virkja fólk á samfélagsmiðlum til að taka þátt í markaðssetningunni án þess kannski að vera fullkomlega meðvitað um það.Það er ljóst að Drake hefur húmor fyrir sjálfum sér enda hefur hann notað brandarana til að auglýsa sjálfan sig. Mynd/GettyFyrir útgáfu Views setti Drake mynd af plötuumslaginu á Twitter en framan á plötunni er mynd af CN turninum í Toronto, heimabæ Drakes, og má sjá Drake sitjandi ofan á byggingunni. Fljótlega fóru margir notendur Twitter að búa til sínar eigin útgáfur þar sem Drake situr á alls kyns undarlegum stöðum og svo virtist sem allir væru að ræða Views í kjölfar þess þó að í raun væri ekki mikið komið á hreint um plötuna nema bara myndin af plötuumslaginu og lagalisti. Drake sjálfur hefur sett svipaðar myndir inn á Instagram-reikning sinn en þar er lítil útgáfa af honum sitjandi með á myndum af þeim tónlistarmönnum sem koma fram í gestahlutverkum á plötunni. Sérstök vefsíða býður fólki svo upp á að búa til sínar eigin útgáfur af umslaginu og önnur inniheldur leik þar sem notendur geta kastað Drake fram af turninum. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Drake hefur orðið að „meme“. Líklega varð hann það fyrst þegar Jimmy Brooks, karakterinn sem hann lék í Degrassi-þáttunum, var notaður í brandarann „Wheelchair Drake“ um 2010 – en persónan var um skeið í hjólastól í þáttunum. Þessi brandari snerist aðallega um að myndir af Drake í hjólastól voru notaðar ásamt textum úr lögunum hans til að segja hjólastólabrandara. Síðan komu „type of“ brandararnir, þar sem var grínast með hvað Drake er af mörgum talinn mjúkur, frasinn YOLO sem Drake gerði vinsælan í laginu The Motto, Photoshop-brjálæði eftir að myndbandið No New Friends kom út, fólk að gera eigin útgáfur af plötuumslaginu af If You’re Reading This It’s Too Late, frægt fólk að herma eftir Hotline Bling myndbandinu og síðan deilur Drakes við rapparann Meek Mill sem vöktu athygli um allan heim. Drake er svo sem ekki einsdæmi þegar kemur að því að verða skotspónn internetsins en fáir hafa verið eins meðvitaðir um það og notað sér svo grínið til eigin markaðssetningar eins og hann. Meira að segja lagatitlarnir hans virðast hannaðir til að vera notaðir undir myndum á samfélagsmiðlum. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rapparinn Drake er einn vinsælasti popptónlistarmaður heimsins í dag. Drake er ásamt Kanye West, Beyoncé og fleirum poppurum hluti af nýrri kynslóð tónlistarmanna sem hafa aðlagast nýju landslagi á poppmarkaðnum sem varð til með tilkomu internetsins, hruni geisladiskasölu með ólöglegu niðurhali og risi samfélagsmiðla. Ef litið er á síðustu útgáfur þessara tónlistamanna er auðvelt að greina ákveðið mynstur: Kanye West fór á Twitter og reitti af sér yfirlýsingarnar rétt áður en hann gaf út ókláruðu plötuna The Life of Pablo og einungis á tónlistarþjónustunni Tidal, Beyoncé gefur tvær síðustu plötur sínar út óvænt og þeim fylgja myndbandsverk þar sem hún er pólitísk og ýjar að vandamálum í sambandi við eiginmann sinn og Drake býr til „memes“, brandara á internetinu sem allir geta tekið þátt í. Þau kynna öll plöturnar með „viral“ aðgerðum sem virkja fólk á samfélagsmiðlum til að taka þátt í markaðssetningunni án þess kannski að vera fullkomlega meðvitað um það.Það er ljóst að Drake hefur húmor fyrir sjálfum sér enda hefur hann notað brandarana til að auglýsa sjálfan sig. Mynd/GettyFyrir útgáfu Views setti Drake mynd af plötuumslaginu á Twitter en framan á plötunni er mynd af CN turninum í Toronto, heimabæ Drakes, og má sjá Drake sitjandi ofan á byggingunni. Fljótlega fóru margir notendur Twitter að búa til sínar eigin útgáfur þar sem Drake situr á alls kyns undarlegum stöðum og svo virtist sem allir væru að ræða Views í kjölfar þess þó að í raun væri ekki mikið komið á hreint um plötuna nema bara myndin af plötuumslaginu og lagalisti. Drake sjálfur hefur sett svipaðar myndir inn á Instagram-reikning sinn en þar er lítil útgáfa af honum sitjandi með á myndum af þeim tónlistarmönnum sem koma fram í gestahlutverkum á plötunni. Sérstök vefsíða býður fólki svo upp á að búa til sínar eigin útgáfur af umslaginu og önnur inniheldur leik þar sem notendur geta kastað Drake fram af turninum. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Drake hefur orðið að „meme“. Líklega varð hann það fyrst þegar Jimmy Brooks, karakterinn sem hann lék í Degrassi-þáttunum, var notaður í brandarann „Wheelchair Drake“ um 2010 – en persónan var um skeið í hjólastól í þáttunum. Þessi brandari snerist aðallega um að myndir af Drake í hjólastól voru notaðar ásamt textum úr lögunum hans til að segja hjólastólabrandara. Síðan komu „type of“ brandararnir, þar sem var grínast með hvað Drake er af mörgum talinn mjúkur, frasinn YOLO sem Drake gerði vinsælan í laginu The Motto, Photoshop-brjálæði eftir að myndbandið No New Friends kom út, fólk að gera eigin útgáfur af plötuumslaginu af If You’re Reading This It’s Too Late, frægt fólk að herma eftir Hotline Bling myndbandinu og síðan deilur Drakes við rapparann Meek Mill sem vöktu athygli um allan heim. Drake er svo sem ekki einsdæmi þegar kemur að því að verða skotspónn internetsins en fáir hafa verið eins meðvitaðir um það og notað sér svo grínið til eigin markaðssetningar eins og hann. Meira að segja lagatitlarnir hans virðast hannaðir til að vera notaðir undir myndum á samfélagsmiðlum.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög