Fjárpökkun eða verðmætasköpun? Árni Páll Árnason skrifar 20. apríl 2016 07:00 Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun