Fjárpökkun eða verðmætasköpun? Árni Páll Árnason skrifar 20. apríl 2016 07:00 Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því búnir eru til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“, því um er að ræða fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé. Íslenskt efnahagslíf hefur alla tíð einkennst af því að menn auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins, án þess að eiga fyrir þeim. Marshall-aðstoðin, verktaka fyrir Varnarliðið, lóðaúthlutun í Reykjavík í gamla daga, kvótakerfið og einkavæðing ríkiseigna: Allt hefur verið frátekið fyrir útvalda, sem síðan hafa auðgast á selja það sem þeim var gefið. Allar almenningseignir hafa verið hrifsaðar í valdabaráttu – sumum beinlínis rænt eins og stofnfé sparisjóðanna en öðrum eignum skákað til og frá, eins og við höfum séð þegar valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafa um árabil þvingað undir sig afl lífeyrissjóða almennings. Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar og koma í veg fyrir að einstaklingar auðgist fyrir annarra manna fé. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Vegna þessa hefur Samfylkingin boðið hingað til lands hinum heimsfræga hagfræðingi John Kay, sem skrifaði nýverið bókina „Other people‘s money“ sem fengið hefur verðskuldað lof. Hann mun tala á opnum fundi á Grand Hótel kl. 11, sunnudaginn 24. apríl nk. Ég hvet allt áhugafólk um nýjar leikreglur í atvinnulífinu og heilbrigðara fjármálakerfi að mæta.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun