Þetta var brjáluð vinna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 09:15 "Það þarf bara góðar myndavélar,“ segir Svanhildur. Vísir/Stefán „Sem líffræðingur hef ég unnið hjá Hafrannsóknastofnun í 23 ár, meðal annars við botnþörungarannsóknir. Þar var fleygt myndavél í fangið á mér en ég kunni lítið með hana að fara. Mig langaði hins vegar alltaf að fara í mastersnám og datt í hug að sérhæfa mig í líffræðiljósmyndun. Ég fann einn skóla sem bauð upp á slíkan kúrs, það var Nottingham-háskóli.“ Þannig útskýrir Svanhildur Egilsdóttir líffræðingur hvernig það kom til að hún bætti ljósmyndun í menntun sína.Djúpsjávar ígulker, Gracelichinus alexandri, sem veiddist við Reykjaneshrygg í haustleiðangri á Árna Friðrikssyni 2015. Mynd/Svanhildur EgilsdóttirSvanhildur segir einungis góðar myndavélar duga í líffræðiljósmyndun og að í skólanum hafi hún fengið þjálfun í notkun smásjármyndavéla, víðsjár og rafeindasmásjár. Námið var býsna strangt, að hennar sögn. „Þetta var brjáluð vinna. Ég þurfti að gefa út bæði bók og tímarit og svo var ég í þriggja manna hópi sem gerði saman stuttmynd, fyrir utan auðvitað að læra undirstöðuatriði ljósmyndunar og notkun helstu myndvinnsluforrita. Sem líffræðiljósmyndari þarf maður líka að kunna skil á kvörðum og ýmsum greiningaratriðum í hverri myndatöku fyrir sig.“Þessi mynd var tekin á nýafstöðnum aðalfundi Ljósmyndarafélagsins. Á henni eru Lýður Geir Guðmundsson og Guðmundur Skúli Viðarsson úr sveinsprófsnefnd, Gabriel Rutenberg, Sigurgeir Sigurðsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Jón Lindsay, nýútskrifaðir sveinar, Svanhildur Egilsdóttir og Lárus Karl Ingason formaður.Mynd/Ljósmyndarafélag ÍslandsSvanhildur er á fimmtugsaldri, hún á eiginmann og fjögur börn og tók manninn og yngsta barnið, fjórtán ára strák, með til Englands. „Við vorum úti í eitt ár og það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Maðurinn minn gat tekið vinnuna með sér og ég var svo heppin að fá leyfi úr mínu starfi til að fara í þetta nám,“ segir Svanhildur sem kveðst nýta hina nýju kunnáttu í vinnunni. „Ég fór til dæmis nýlega í leiðangur þar sem ég var eingöngu að taka myndir af skeljum og kuðungum. Þær eru sendar út til greiningar. Sú aðferð verður ábyggilega notuð sífellt meira í stað þess að hafa sérfræðinga með um borð. Krafan eykst um að stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun sýni frá leiðöngrum sínum á myndböndum jafnóðum. Mitt nám fólst, að hluta til, í því að gera fólk hæfara til að miðla slíkum upplýsingum á glöggan hátt.“ Menning Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Sem líffræðingur hef ég unnið hjá Hafrannsóknastofnun í 23 ár, meðal annars við botnþörungarannsóknir. Þar var fleygt myndavél í fangið á mér en ég kunni lítið með hana að fara. Mig langaði hins vegar alltaf að fara í mastersnám og datt í hug að sérhæfa mig í líffræðiljósmyndun. Ég fann einn skóla sem bauð upp á slíkan kúrs, það var Nottingham-háskóli.“ Þannig útskýrir Svanhildur Egilsdóttir líffræðingur hvernig það kom til að hún bætti ljósmyndun í menntun sína.Djúpsjávar ígulker, Gracelichinus alexandri, sem veiddist við Reykjaneshrygg í haustleiðangri á Árna Friðrikssyni 2015. Mynd/Svanhildur EgilsdóttirSvanhildur segir einungis góðar myndavélar duga í líffræðiljósmyndun og að í skólanum hafi hún fengið þjálfun í notkun smásjármyndavéla, víðsjár og rafeindasmásjár. Námið var býsna strangt, að hennar sögn. „Þetta var brjáluð vinna. Ég þurfti að gefa út bæði bók og tímarit og svo var ég í þriggja manna hópi sem gerði saman stuttmynd, fyrir utan auðvitað að læra undirstöðuatriði ljósmyndunar og notkun helstu myndvinnsluforrita. Sem líffræðiljósmyndari þarf maður líka að kunna skil á kvörðum og ýmsum greiningaratriðum í hverri myndatöku fyrir sig.“Þessi mynd var tekin á nýafstöðnum aðalfundi Ljósmyndarafélagsins. Á henni eru Lýður Geir Guðmundsson og Guðmundur Skúli Viðarsson úr sveinsprófsnefnd, Gabriel Rutenberg, Sigurgeir Sigurðsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Jón Lindsay, nýútskrifaðir sveinar, Svanhildur Egilsdóttir og Lárus Karl Ingason formaður.Mynd/Ljósmyndarafélag ÍslandsSvanhildur er á fimmtugsaldri, hún á eiginmann og fjögur börn og tók manninn og yngsta barnið, fjórtán ára strák, með til Englands. „Við vorum úti í eitt ár og það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Maðurinn minn gat tekið vinnuna með sér og ég var svo heppin að fá leyfi úr mínu starfi til að fara í þetta nám,“ segir Svanhildur sem kveðst nýta hina nýju kunnáttu í vinnunni. „Ég fór til dæmis nýlega í leiðangur þar sem ég var eingöngu að taka myndir af skeljum og kuðungum. Þær eru sendar út til greiningar. Sú aðferð verður ábyggilega notuð sífellt meira í stað þess að hafa sérfræðinga með um borð. Krafan eykst um að stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun sýni frá leiðöngrum sínum á myndböndum jafnóðum. Mitt nám fólst, að hluta til, í því að gera fólk hæfara til að miðla slíkum upplýsingum á glöggan hátt.“
Menning Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira