Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 10:30 Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, og vinsælasti bardagakappi heims um þessar mundir, er hættur. Það sagði hans að minnsta kosti á Twitter í gær. Atburðarrásin hefur verið hröð og leikur MMA-heimurinn á reiðiskjálfi eftir tíðindin, en Conor átti að berjast aftur við Nate Diaz á UFC 200-bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí.Sjá einnig:Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ariel Helwani, MMA-blaðamaður á MMAfighting.com, ræddi tíðindi gærkvöldsins við ritstjóra síðunnar í myndbandi sem má sjá í spilaranum hér að ofan. Helwani er fremsti MMA-blaðamaður heims og sá allra virtasti en hann heldur úti vinsælu hlaðvarpi þar sem hann ræðir ítarlega við allar helstu stjörnunar. „Eftir að ég talaði við mikið af fólki komst ég að því að þetta var ekki hrekkur eða eitthvað rugl. Conor var alvara var með þessu tísti,“ segir Helwani. „Ég fékk samt engin svör en það sem kom nokkuð oft upp var það sem ég talaði við Conor um fyrir skömmu og það er að það gæti verið illt á milli hans og UFC.“Sjá einnig:Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews „En gleymum því ekki að Conor fékk það sem hann vildi með því að berjast við Diaz aftur. Það sagði mér að hlutirnir væru í lagi,“ segir hann.Conor tapaði síðast fyrir Nate Diaz.vísir/gettyHelwani vill meina að dauðsfall Portúgalans Joao Carvalho hafi mikil áhrif á ákvörðun Conors, en Conor var við búrið þar sem samlandi hans Charlie Ward vann Portúgalann á Total Extreme-bardagakvöldi í Dyflinni fyrr í mánuðinum. Carvalho lést af áverkum sem hann hlaut í bardaganum á sjúkrahúsi sama kvöld eftir að gangast undir heilaaðgerð. Conor og Ward eru báðir liðsmenn SBG Ireland bardagafélagsins sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, stýrir. „Gleymum því ekki sem gerðist á Írlandi fyrir skömmu þar sem Conor sat við búrið þegar liðsfélagi hans, Charlie Ward, barðist við portúgalskan bardagakappa sem lést svo skömmu síðar,“ segir Helwani. „Ég held að við getum ekki sópað þessu undir teppið. Miðað við þær samræður sem ég hef nú átt og þar sem ég þekki Conor ágætlega held ég, að fyrir hann að fara núna til Las Vegas og kynna bardaga eins og ekkert hafi í skorist sé erfitt fyrir Conor að gera.“Sjá einnig:Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi „Menn spyrja sig hvers vegna er ekki hægt að seinka þessum kynningartúr og gefa Conor smá andrými. Það er apríl og bardaginn er í júlí. Menn verða samt að skilja afstöðu UFC.“ „Conor var að upplifa skelfilegan hlut sem er beintengdur íþróttinni sem hann er andlitið fyrir. Á Írlandi eru öll blöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar að tala um þetta dauðsfall. Þetta er risamál þar og er enn. Sérstaklega því þetta er beintengt Conor McGregor og liði hans SBG Ireland,“ segir Ariel Helwani. Allt viðtalið þar sem Helwani reynir að greina þessa óvæntu ákvörðun Conors McGregors frekar má sjá í spilaranum hér að ofan.Uppfært 10:48: Fyrr stóð í fréttinni að Charlie Ward hafi verið sá sem lést en það rétta er að Joao Carvalho lést eftir bardagann. Beðist er velvirðingar á mistökunum. MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Conor McGregor after training in Iceland: “No, I´m retired. Fuck interviews” Pétur Marinó Jónsson, writer at MMA Fréttir, asked McGregor for a word after training tonight. 19. apríl 2016 21:51 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, og vinsælasti bardagakappi heims um þessar mundir, er hættur. Það sagði hans að minnsta kosti á Twitter í gær. Atburðarrásin hefur verið hröð og leikur MMA-heimurinn á reiðiskjálfi eftir tíðindin, en Conor átti að berjast aftur við Nate Diaz á UFC 200-bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí.Sjá einnig:Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ariel Helwani, MMA-blaðamaður á MMAfighting.com, ræddi tíðindi gærkvöldsins við ritstjóra síðunnar í myndbandi sem má sjá í spilaranum hér að ofan. Helwani er fremsti MMA-blaðamaður heims og sá allra virtasti en hann heldur úti vinsælu hlaðvarpi þar sem hann ræðir ítarlega við allar helstu stjörnunar. „Eftir að ég talaði við mikið af fólki komst ég að því að þetta var ekki hrekkur eða eitthvað rugl. Conor var alvara var með þessu tísti,“ segir Helwani. „Ég fékk samt engin svör en það sem kom nokkuð oft upp var það sem ég talaði við Conor um fyrir skömmu og það er að það gæti verið illt á milli hans og UFC.“Sjá einnig:Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews „En gleymum því ekki að Conor fékk það sem hann vildi með því að berjast við Diaz aftur. Það sagði mér að hlutirnir væru í lagi,“ segir hann.Conor tapaði síðast fyrir Nate Diaz.vísir/gettyHelwani vill meina að dauðsfall Portúgalans Joao Carvalho hafi mikil áhrif á ákvörðun Conors, en Conor var við búrið þar sem samlandi hans Charlie Ward vann Portúgalann á Total Extreme-bardagakvöldi í Dyflinni fyrr í mánuðinum. Carvalho lést af áverkum sem hann hlaut í bardaganum á sjúkrahúsi sama kvöld eftir að gangast undir heilaaðgerð. Conor og Ward eru báðir liðsmenn SBG Ireland bardagafélagsins sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, stýrir. „Gleymum því ekki sem gerðist á Írlandi fyrir skömmu þar sem Conor sat við búrið þegar liðsfélagi hans, Charlie Ward, barðist við portúgalskan bardagakappa sem lést svo skömmu síðar,“ segir Helwani. „Ég held að við getum ekki sópað þessu undir teppið. Miðað við þær samræður sem ég hef nú átt og þar sem ég þekki Conor ágætlega held ég, að fyrir hann að fara núna til Las Vegas og kynna bardaga eins og ekkert hafi í skorist sé erfitt fyrir Conor að gera.“Sjá einnig:Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi „Menn spyrja sig hvers vegna er ekki hægt að seinka þessum kynningartúr og gefa Conor smá andrými. Það er apríl og bardaginn er í júlí. Menn verða samt að skilja afstöðu UFC.“ „Conor var að upplifa skelfilegan hlut sem er beintengdur íþróttinni sem hann er andlitið fyrir. Á Írlandi eru öll blöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar að tala um þetta dauðsfall. Þetta er risamál þar og er enn. Sérstaklega því þetta er beintengt Conor McGregor og liði hans SBG Ireland,“ segir Ariel Helwani. Allt viðtalið þar sem Helwani reynir að greina þessa óvæntu ákvörðun Conors McGregors frekar má sjá í spilaranum hér að ofan.Uppfært 10:48: Fyrr stóð í fréttinni að Charlie Ward hafi verið sá sem lést en það rétta er að Joao Carvalho lést eftir bardagann. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Conor McGregor after training in Iceland: “No, I´m retired. Fuck interviews” Pétur Marinó Jónsson, writer at MMA Fréttir, asked McGregor for a word after training tonight. 19. apríl 2016 21:51 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sjá meira
Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25
Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36
Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28
Conor McGregor after training in Iceland: “No, I´m retired. Fuck interviews” Pétur Marinó Jónsson, writer at MMA Fréttir, asked McGregor for a word after training tonight. 19. apríl 2016 21:51
Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30
Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05
Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45
Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25