Þessi þekktasti UFC-bardagamaður heimsins byrjaði vikuna á því að tilkynna það að hann væri hættur að berjast en dróg síðan þá yfirlýsingu til baka í gær. Yfirlýsingin vakti mikla athygli út um allan heim og það vakti ekki síður athygli að kappinn væri bara staddur á Íslandi á meðan allt var á öðrum endanum í UFC-heiminum.
Conor McGregor og Gunnar Nelson hafa verið að æfa saman hjá Mjölni og Mjölnismenn eru stoltir af því að þessir frábæru bardagamenn skuli nýta þeirra aðstöðu. Mjölnir hefur nú sett inn myndband á síðu sína á Fésbókinni þar sem þeir Conor og Gunnar sjást taka vel á því.
Það er styttra í bardagann hjá Gunnari Nelson því hann á að keppa í Rotterdam í næsta mánuði en Conor McGregor keppir ekki í fyrsta lagi fyrr en seinna í sumar.
Það er hægt að sjá myndbandið frá æfingu þeirra Conors McGregor og Gunnars Nelson hér fyrir neðan.